Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sunnudagur til sælu

Ekki náði ég í skottið á morgunhressum Vinum Gullu en ég lét það ekki á mig fá, skokkaði í áttina að miðborginni og spáði í hvert mig langaði að hlaupa.  Fyrst datt mér í hug að hlaupa framhjá henni Guðrúnu Hörpu vinkonu minni á Sólvallagötunni því það er svo langt síðan ég hef séð hana.   Þegar þangað var komið ákvað ég að reyna að hlaupa eins margar götur og ég gat, sem ég hef ekki hlaupið áður.  Ég einbeitti mér að því að beygja alltaf til hægri ef autopilotinn sagði vinstri og öfugt. 

Þetta var svona minningar og íhugunar hlaup.  Hugsaði meðal annars um GHB, alla sem eru dánir sem mér þótti vænt um (kirkjugarður), þegar ég datt ofan í Tjörnina 6 ára (Tjörnin), þegar ég fór upp í topp á Hallgrímskirkju með henni Evu fræku minni sem ég sakna svo mikið (Hallgrímskirkja), að mig langaði alltaf til að vera kennari (Kennó), daginn sem ég átti hana Lilju (American Style), öll skiptin sem ég sá blátt strik á prikum sem við keyptum í Lyfju og hvað ég var alltaf glöð. 

Og svo komst ég að því að það er miklu meira virði að upplifa það að verða svona ofsalega glaður, þó svo að maður orðið voðalega sorgmæddur í kjölfarið, heldur en að verða aldrei svona glaður...

Þegar ég kom heim þá drifum við okkur með hana Lilju í sunnudagaskólann og það fannst henni gaman.  Hún dillaði sér við tónlistina, fékk að valsa um allt í friði og eftir á settust krakkarnir niður og fengu að lita og leira.  Förum örugglega aftur.

Er líka búin með rúmlega dagskammtinn í dag, prógrammið sagði 5 km en litli hringurinn minn hérna í vinnunni sagði 6,58 km. 


Langur laugardagur

Eftir á fannst okkur við hrikalega dugleg.  Við hjónin lögðum í hann að heiman upp úr átta en þá voru tengdó komin að passa.  Höfðum rúman klukkutíma til að koma okkur upp í Smárann og hitta restina af hópnum á æfingu.  Hlupum inn í Elliðaárdal, upp að Árbæjarlaug, yfir brúna nálægt Mjóddinni, í gegnum Breiddina og að Smáranum.  Það gerði 11,5 km.  Með hópnum hlupum við svo í gegnum Kópavog, inn í Garðabæ og meðfram bryggjuhverfinu þangað til við vorum komin með 18 km.  Þá snérum við heim á leið, aftur í gegnum Kópavoginn, meðfram Kringlumýrabrautinni, að Ármúla og heim.  27,74 km í valnum en prógrammið sagði 27.  

Drifum okkur í sturtu og brunuðum með Lilju með okkur til hennar Ástu glennu, sem bauð uppá frábæra súpu, brauð og tvenns konar kökur með kaffinu fyrir hlauparana.  Frábært! Gabríel hafði gist hjá honum Breka vini sínum og komst ekki með, en þeir félagarnir drifu sig í sund.

Fyrst við vorum komin á ról þá tókum við rúnt niður í bæ, lögðum á Laugaveginum og röltum í góða veðrinu þangað til við vorum orðin svöng aftur.  Settumst niður á Hressó og fylltum á. 

Breki fékk svo að gista hjá okkur í nótt, það þýddi nátturulega kósíkvöld og strákarnir leigðu sér mynd.  Klukkan rétt rúmlega tíu gafst ég upp og skreið inní rúm og Þórólfur sendi strákan í bólið um leið og myndin kláraðist.  Lilja svaf svo klukkutíma lengur en venjulega í morgun, hefur skynjað að gömlu hjónunum veitti ekki af....

Er komin í hlaupagallann aftur og í dag eru það 13 km, ætla að reyna að hitta á spræka Vini Gullu sem leggja af stað kl 9. 


TGI Friday

Þvílík törn í vinnunni.  Var að skila af mér verkefni, ýtti á send kl. 16:01 LoL.  Svo tilbúin að renna ljúflega inn í þessa helgi og framundan slökun í faðmi fjölskyldunnar.  Svo er það náttúrulega löng æfing á morgun, yeehaww... 

 


Tempó

Heilsufarsmælining í vinnunni í dag, öllum starfsmönnum Glitnis er árlega boðið í ástandsskoðun, smellið á myndina til að sjá nánar. 

Heilsufar 

Er í fínu formi og eftirstöðvar misþyrminga á líkamanum hérna á árum áður í formi ofáts og reykinga eru engar.  Fékk reyndar smá mínus í fituhlutfalli en það vissi ég svo sem og hef engan áhuga á að vera fituminni.

Við höfðum ekki stórar áhyggjur af 40 mínútna tempó æfingu.  Iss piss þegar maður er búin að hlaupa fullt af löngum æfingum.  Vanmat!  Hörkuerfið æfing á bretti í Laugum eftir vinnu í gær.  Æfingin er þannig byggð upp að maður byrjar rólega og smá vinnur sig upp í 10 km pace (15) og slakar svo á síðustu 5 mín.

Ég hljóp mína æfingu svona: 4 mín á 11, 4 mín á 12, 4 mín á 13, 4 mín á 14, 12 mín á 15, 2 mín á 13,5, 5 mín á 12 og 5 mín á 11. 

Vorum eins og barðir rakkar eftir þetta, rétt höfðum orku í að fá okkur snarl, koma börnunum í bólið og ég var farin að dotta yfir sjónvarpinu fyrir tíu...


Tveir

Byrjuðum sunnudaginn í Laugum og á dagskrá voru 13 km á maraþon pace eða 12,8 á brettinu (4:40).  Lítið mál og rúlluðum þessu upp með seinni hlutanum af bíómyndinni Blue skye.  Kom reyndar smá erfiður kafli þegar ný bíómynd byrjaði, The Producers, en mér fannst hún svo hroðalega leiðinleg að ég var að því komin að snúa mig úr hálsliðnum til að losna en þá voru bara 10 mínútur eftir og maður lét sig hafa það.  Stillti bara á góða tónlist og horfði á tærnar á mér...

Héldum áfram að dytta að heimilinu, það er alltaf þannig að ef maður byrjar þá einhvern veginn vindur það uppá sig.  Það var samt alveg á hreinu að ekkert kæmi í veg fyrir kósíkvöld hjá okkur hjónum yfir síðasta þættinum í Forbrydelsen.  Bónus vanilluís með salthnetum, súkkulaðirúsínum og appelsínusúkkulaðisósu sem verður svona eins og ídýfa, mmmmm.  Þátturinn var líka frábær Wink.

Myndir sem voru teknar af Lilju í Frjálsíþróttahöllinni á NM Öldunga.

collage1

Eeeiinnnn...

Fyrsta æfingin að baki og þetta gekk eins og í sögu hjá okkur.  Þórólfur var reyndar með bölvaðan hausverk í gær, var líka eitthvað vakandi í nótt og var á báðum áttum hvort hann ætti að fara á æfingu.  Óskilningsríka, eigingjarna eiginkonan vissi að eiginmaðurinn yrði náttúrulega algjörlega óþolandi restina af deginum ef hún næði ekki að plata hann með á æfingu, 'Þú kemur bara Hálftímann með okkur Öggu og sérð svo til...'. 

26,55 km síðar komum við sæl og glöð heim saman, target pace 5:40 - 5:50, raun pace 5:44.  Getur ekki verið betra.  Ég skoppaði í sturtu og brunaði svo í bakarí að ná í gúmmelaði handa okkur í verðlaun.  Sagði svo elskunni að þetta hefði nú verið alveg fyrirtaks æfing í því að komast yfir stress vegna svefnleysis fyrir maraþon og fékk í staðinn miklar ranghvolfingar augnanna Whistling.

Eftir matinn fór Þórólfur niður á gervigras til hans Gabríels í fótbolta og er ennþá að þannig að, ef eitthvað er þá er hann sprækari en venjulega.  Lilja sofnaði þegar við komum heim af hlaupunum og sefur ennþá úti svo gamla konan er búin að eiga quality time með sjálfri sér, lufsast um húsið í sólinni, leggja sig og var að klára bókina hans Hrafns Jökulsonar, Þar sem vegurinn endar.  Mykket bra!


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband