Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ennþá hjá Glitni :)

Bara svona fyrir þá sem eru að spá og spekúlera, þá er ég ekki drekinn... 


Gaman að lifa

Með minnkandi æfingum þá verður til fullt af tíma til að gera aðra skemmtilega hluti.  Fórum í leikhúsið í gær með krakkana að sjá Skoppu og Skrítlu.  Frábær skemmtun, Gabríel passaði litlu systur sína og skemmti sér konunglega (þó maður sé sko að verða tíu...).  Lilja var algjörlega heilluð, klappaði og dansaði með og ef það hefði ekki verið fyrir krakkana fyrir framan hana þá hefði hún klifrað uppá sviðið...

SkoppaSkrítla

Fjölskyldu brunch á sunnudaginn en Orri bróðir var í bænum og kom með krakkana sína og mömmu.  Hann fór upp á Hvannadalshnjúk á  föstudaginn og gaman að heyra frá því ævintýri.  Heimabakaða döðlubrauðið sló í gegn en ég er búin að baka ótrúlega mikið síðustu daga, bananbrauð, vöfflur...  Eins og ég segi, fullt af tíma. 

Við fórum í afmælisboð til litlu Ellýjar hennar Ellýjar vinkonu, skvísan orðin eins árs.  Litla skottið mitt var bara stóra stelpan allt í einu. 

Ég tók vel á því á veisluborðinu enda vigtun framundan og ef það er eitthvað sem mig langar að gera þá er það að gleðja hana Bibbu 'vinkonu' mína sem planaði vigtun að KVÖLDI til, FIMM dögum fyrir maraþon.  Bibba var náttúrulega búin að hlaupa svona milljón km til þess að vera ógissliga mjó, bara til þess að pína mig sem var með sögulega há frávik +2,3 kg en það hefur ekki gerst síðan ég var ólétt.  En í nafni skynseminnar þá setti ég maraþonið í forgang fyrir vigtuninni í þetta sinn og fór ekki í aðhald til að rétta af stöðuna, allt hefur sinn tíma.  Huggaði mig við að ég var samt 1,7 kg undir gömlu target vigtinni minni, það hjálpaði ekki, dreymdi fitubolludraum í nótt, dæs...

En bíðiði bara, I will be back...


Dúkkurúmið

Amma Kollý gaf henni Lilju sinni gamla dúkkurúmið sitt,  hún fékk það í 6 ára afmælisgjöf fyrir 65 árum!  Dúkkurnar fá reyndar bara að vera í rúminu fyrir náð og miskunn, Lilja elskar rúmið og var fljót að komast upp á lag með að klifra upp í það og koma sér fyrir.

DSC06045  DSC06042

Amma Gerd var í heimsókn hjá okkur í góða veðrinu um daginn og þá fékk Lilja að upplifa sápukúlur í fyrsta sinn, undur og stórmerki!

DSC06036  DSC06031


Forgetting Sarah Marchall

Við hjónin skelltum okkur í bíó í kvöld og sáum ekki eftir því.  Skemmtilegasta mynd sem ég hef séð í háa herrans tíð!

Annars fórum við á Laugaskokks æfingu í morgun og áttum við það lúxusvandamál að stríða að þurfa að stytta æfinguna.  Sannarlega skemmtilegra en að þurfa að lengja, en getur verið snúnara.  Með engu móti gátum við komið okkur heim alla leið án þess að bæta við km sem ekki var á dagskránni...


Afmæli

Einn af þessum frábæru dögum sem maður á.  Þann 7. maí 2002 fór ég í fyrsta skipti út að hlaupa eftir hvatningu frá henni Bibbu minni.  Síðan þá er ég búin að hlaupa 10.128 km!  Árið stefnir í algjört metár hjá mér bæði í km fjölda og í ár er ég búin að bæta mig í 5 km, 10 km og hálfu marþoni.

Samtals hlaupið  
  Hlaup Km
Samtals 2002 690
Samtals 2003 1488
Samtals 2004 1346
Samtals 2005 2244
Samtals 2006 1423
Samtals 2007 1776
Samtals 2008 1161
   
Frá upphafi 10129

Er svo glöð að við ákváðum að vera með í Icelandair hlaupinu í gær.  Við hlupum á maraþon pace og virkilega gott veganesti að finna hversu vel maður ræður við hraðann núna.  Missti mig aðeins í hérahlutverkinu...  Tek eina róandi næst Blush

En alla vega þá var hún Helga Árna að standa sig frábærlega og náði markmiðinu sínu, hljóp þetta með glæsibrag á 31:58 og hún fær að sjálfsögðu hrós dagsins.  Ótrúlegur nagli síðasta spölinn þegar þreytan var verulega farin að segja til sín, spólaði fram úr hverjum hlauparanum á fætur öðrum, með brjáluðu nasista kerlinguna gargandi sér við hlið.   You go girl!

ice08 img 5684  ice08 img 5967

Endaði kvöldið svo með Glennunum á myndakvöldi frá Boston.  Glennurnar eru náttúrulega bara snilld, dæs.   Þvílíkt saman safn af jólasveinum, þó víða væri leitað...  Much love my sistaz, get ekki beðið eftir næsta stóra Glennuþoni!


Gæsahúð!

Ég var að leita að Marathon Motivation á netinu, fann þetta...

 


Hlaup eða ekki hlaup...

Ætluðum eiginlega ekki að vera með í Flugleiðahlaupinu en erum hætt við að hætta við...  Prógrammið okkar segir 6,5 á maraþonpace og þá er passar það ágætlega, þetta verður sem sagt æfing en ekki kapp.  Við verðum á 4:30 pace ef einhver vill nota okkur sem héra Wink.

Er öll að hressast, fín æfing í gær og var miklu sprækari í morgun.  Skokkaði smá hring í rólegheitum í hádeginu, í rigningunni og logninu.  Æði.


Þreytta konan

Já nú er ég þreytt.  Ég var þreytt í gær, þreytt þegar ég fór að sofa og vaknaði meira að segja þreytt í morgun.  Ég þarf ekkert að pína mig að hvíla (hafði í alvöru talað smá áhyggjur af því), ég bara nýt þess að sjá æfingarnar styttast og verða auðveldari.  Dagarnir fljúga og við hjónin krúttumst við að reikna út pace, skoða hlaupaleiðina, tíma hjá öðrum hlaupurum, spá í hlaupaföt, gel, drykki...   

Eins og eftir pöntun (sem það er reyndar Grin ) fengum við glænýtt Runners World í gær.  Þema blaðsins, Love on the run, eða hvernig það gengur að vera í hjónabandi þar sem báðir aðilar eru kappsfullir hlauparar.  Mjög áhugavert!

Sybbin
Lilja er líka soldið þreytt eins og mamma hennar...
 

Sveitasæla

Fórum í sveitina til Sverris og Dillu í dag.  Höfðinglegar móttökur vantaði ekki.  Við fengum að gefa heimalningunum og skoða öll dýrin á bænum.  Gabríel fékk að fara á mótorhjól og í jeppaferð með frænda sínum og er búin að ráða sig í smá sumarvinnu.  Svo var veisla, Sverrir galdraði fram, með aðstoð spúsu sinnar, dýrindis pönnusteikta smálúða með tilbehör.  Snilldardagur, takk fyrir okkur!

Í sveitinni

Húsmæðraorlof

Tók mér frí á föstudaginn, bara ég ein með sjálfri mér.   Þórólfur var á kafi í vinnunni og passaði ekki fyrir hann að taka frídag.  Ég hjálpaði við að koma krökkunum í skóla og pössun og svo settist ég niður með kaffibollann minn og blaðið og dæsti af ánægju.  Átta tímar framundan, ekkert hlaup og ekkert sem ég þurfti að gera, þvílíkur lúxus.

Eftir morgunkaffið fór ég í sund í nýja skvísubikiníinu mínu, synti í fyrsta skipti í marga mánuði og lá svo eins og klessa í heita pottinum á eftir, í sólinni.  Eftir sundið fór ég í klukkutíma nudd og kom út endurnærð og fín.  Kom aðeins við heima hjá mömmu og pabba og gerði klárt fyrir heimkomu þeirra frá útlöndum.  Heima hjá þeim er þessi fíni hægindastóll og áður en ég vissi af var ég komin í dúnsokka af mömmu, undir teppi og lagði mig í svona klukkutíma.  Fór svo í nokkrar búðir og dinglaði mér áður en ég sótti Lilju og lífið varð aftur eins og það á að vera Grin.

Í morgun fórum við á æfingu með Laugaskokki.  Við erum farin að hlaupa okkur niður og í dag voru 'bara' 19 km á dagskránni.  Fyndið samt að þegar maður veit að maður er að fara laaaangt þá er það ekkert mál, en í dag þá vorum við svo góð með okkur, bara 19 iss piss...  Mér fannst þessir 19 bara mjög langir 19 og var fegin að koma heim til mín!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband