Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
1.5.2008 | 14:38
Hérastubbur...
Hérahlaup Breiðabliks í dag og ekki spurning um að vera með fyrst við fengum svona æðislegt veður. Planið var að hlaupa á eftir 4:00 héranum fyrstu 3 hringina (af 4) og sjá svo til með restina. Alveg meðvituð um að síðasta vika hefur verið mjög strembin, keppnishlaup fyrir viku, 33 km fyrir 5 dögum, 8*800 m sprettæfing í fyrradag... Ákvað að skilja bara garminn heima í þetta sinn, njóta þess að láta einhvern annan hugsa um pace.
Skotið reið af og ég sá strax að minn héri var eitthvað úti að aka. Hann þaut af stað, að mér fannst allt of hratt og ég ákvað bara láta hann fara og hlusta á kroppinn minn. Eftir 2 km fór ég fram úr stelpunum sem höfðu elt hérann frá byrjun og þær voru ansi þrekaðar þegar hér var komið en þær voru báðar að keppa í 5. Kláraði fyrsta hringinn á 9:50 og þá var hérinn minn komin langt á undan. Staðfesti það sem mig grunaði að hann var að fara allt of hratt. Eftir 5 km sagði klukkan hjá mér akkúrat 20:00, eftir 7,5 var tíminn 30: 40 og ég endaði á 41:00 sem er minn besti tími, jeiii.
Hérastubburinn sem gaf sig út fyrir að hlaupa á 4:00 pace endaði á ca. 38:30 og skilaði manninum mínum í mark á þessum fína tíma.
Ég var náttúrulega mjög ánægð með að bæta mig og vinna hlaupið en... Hlaup sem að gefur sig út fyrir og heitir Hérahlaup þarf að standa undir nafni og maður á að geta treyst því að héri sem gefur sig út fyrir að hlaupa á 4:00 geri það. Fyrsti km hjá mínum héra var ca. 3:45, annar og þriði 3:50... Meðalpace var 3:51 þegar upp var staðið og það er bara himinn og haf þarna á milli þegar maður er að þenja sig til hins ítrasta. Ég viðraði þessar skoðanir mínar á staðnum og ég er viss um að þær verði teknar til athugunar.
Annars hefur þessi vika einkennst af 'Wardrobe malfunctions' hjá mér. Bumbubolurinn var bara byrjunin, í gær gleymdi ég að taka með mér hlaupadótið í vinnuna og þurfti að redda mér með einhverju dóti sem ég hafði skilið eftir í vinnunni og kaupa mér sokka í Europris eftir skokkið. Í dag voru það aftur sokkarnir... Lilja mín hafði eitthvað verið að taka til í sokkaskúffunni og í flýti þá hafði ég sett saman sem par, tvo hægri fótar sokka. Það skiptir náttúrulega engu máli með venjulega sokka en þetta voru Injinji sokkar sem eru táslusokkar og þar af leiðandi eins og hanskar... Ekkert annað að gera en að fara í sokkinn öfugan með hælinn uppá ristinni. Allt er þegar þrennt er og geri ráð fyrir því að þessu tímabili sé lokið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar