Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 09:10
Ja hérna...
Mjög áhugaverður dagur í vinnunni í gær, get ekki sagt að framleiðnin hafi verið meiri en hjá meðal ríkisstarfsmann . Lítur úr fyrir spennandi tíma framundan.
Ég fór bara út að skokka meðan mestu lætin gengu yfir, jafnast ekkert á við að komast aðeins út í ferska loftið og ég er ekki frá því að Elliðaárdalurinn hafi verið sérstaklega fallegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 18:25
Gabríel sigurvegari
Í dag var stór dagur í lífi sonar okkar. Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Þróttar var haldin með pompi og pragt á Broadway. Okkar maður fékk verlaun fyrir bestu ástundun í 6. flokki, eldra ári, en það eru einu verðlaunin sem veitt eru í yngstu flokkunum. Við erum að springa úr stolti enda hefur hann unnið til þeirra með því að mæta alltaf á æfingar, hann sér alveg um það sjálfur og er duglegur og góður að hlýða fyrirmælum þjálfara. Til hamingju flotti strákurinn okkar.
Við byrjuðum daginn annars á að taka þátt í Hjartadagshlaupinu. Gabríel hljóp 3 km með Breka vini sínum á 13:24 sem er frábært hjá þeim. Við hjónin tókum þetta hlaup sem hmp (hálf maraþon pace) æfingu og mitt plan var að hlaupa á 4:15 pace. Lokatími var 43:01 (óstaðfest) og annað sæti í kvennaflokki. Þórólfur var á rétt rúmum 40:08. Brautin var samkvæmt okkar görmum 140 metrum of löng og þá var þetta akkúrat 4:14 pace, nákvæm gamla konan...
Annars var gaman að fylgjast með Gunnlaugi í Spörtu, ótrúlegur karlinn enda skáfrændi okkar og svo var maður náttúrulega með hugann í Berlín í dag þar sem vinir og kunningjar tókust á við maraþon og Haile Gebrselassie setti nýtt heimsmet, 2:03:59!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 09:17
Hannyrðahornið
Mér sýnist að næstu færslur muni snúast um handavinnu...
Mamma mín er mikil handavinnukona og hún á heiðurinn af þessum dúkkum. Hún er búin að prjóna nokkur pör og gefa krökkum í fjölskyldunni og vinum. Henni finnst gaman að dútla við þetta og nú hefur hún prjónað nokkrar eftir pöntun. Fyrir dúkkuna þiggur hún heilar 1500 kr (af því mér fannst það lágmark), nema ef kaupandinn á ekki mikla aura eða er eldri borgari, þá finnst henni nóg að taka 1500 fyrir parið.
Í næsta þætti verður nýja lopapeysann hans Þórólfs, á bara eftir að setja rennilásinn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.9.2008 | 09:34
Rúmteppið
Í morgun þegar ég var að búa um, rámaði mig í gamla bloggfærslu frá því að ég var að byrja á því að hekla rúmteppið okkar. Fann færsluna!
Það eru nokkrir mánuðir síðan við, ég og mamma kláruðum það í hlutföllunum 30/70. Samtals voru þetta 676 bútar, eiginlega meira ultra en maraþon...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 21:15
Just do it...
Já, já ég var með, dugleg stelpa .
Fínar aðstæður í Laugardalnum, logn og raki í lofti. Það var 400% betri mæting en í fyrra, vorum 5 stelpur sem stilltum okkur upp á startlínunni, Fríða Rún, Hrönn, Birna, Jóhanna og ég. Fríða Rún tók forystuna frá upphafi sem kom engum á óvart. Ég hljóp allan tímann í góðum félagsskap með Hrönn sem pacer og Birnu til að halda mér við efnið. Hlaupið gekk ótrúlega vel miðað við ástandið á gömlu konunni og þetta rúllaði nokkuð þægilega ef hægt er að nota það orð...
Laugaskokkarar á hliðarlínunni voru alveg frábærir í hvatningunni og þegar kom að endaspretti þá voru þeir ómetanlegir. Á síðasta hring gaf Birna í og fór að anda óþægileg mikið ofan í hálsmálið á mér, þegar hundrað metrar voru eftir og hún var enn fyrir aftan mig þá var þetta komið, hysjaði upp um mig og kláraði. Ég átti ekkert inni eftir hlaupið og var þar af leiðandi mjög sátt. Úrslitin voru þá þannig að Fríða Rún hljóp á ~ 18:38, Hrönn önnur á 20:00:99 og ég náði að krækja í bronsið á 20:02.
Þórólfur hljóp eins og engill í erfiðum karlaflokki á 38:18 sem er hans besti tími í 10. Við Lilja hrópuðum og klöppuðum eins og mest við máttum og vorum svo stoltar af honum. Eins og alltaf, frábær upplifun sem við hefðum ekki viljað missa af.
Krakkarnir komnir í bólið, karlinn að fá sér í svanginn og frúin að dreypa á rauðvínstári, mmmmm gott.
P.s. Bara ef einhver fer að spá í þessar tvær sekúndur... Þrem mínútum fyrir hlaup dó úrið mitt en ég var búin að stilla það þannig að ég sæi heildartímann til hliðar og síðasta lap sem aðalval. Nú voru góð ráð dýr, því Þórólfur var fjarri góðu gamni og gat ekki reddað mér. Fékk lánaðan garm hjá áhorfanda en hann var stilltur þannig að ég gat bara skoðað núverandi lap tíma, um leið og ég lappaði hvarf tíminn og ég sá hvergi heildartímann. Þannig að... eftir fyrsta hring hætti ég að spá í klukku og hljóp eftir minni .
Bloggar | Breytt 23.9.2008 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.9.2008 | 10:38
Að vera eða ekki vera... með
Er ekki búin að hrista af mér þessa næstum pest sem ég er með. Er ansi mikið kvefuð núna, rám og kalt á tánum. Samt ekki nógu veik til að vera veik... Staðan verður endurmetin klukkan 17:45 og þá verður tekin ákvörðun um þáttöku á MÍ 5000 m.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 21:33
Gjöfin
Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert..., að syngja í jarðarförinni hennar. Hún horfir á mig yfir eldhúsborðið með góðu augunum sínum og brosir angurvært.
Ég gleymi því aldrei. Hún var orðin veik þá. Greindist með krabbamein í höfðinu, en hún mætti samt á kóræfingar og stóð sig eins og hetja. Það var á tónleikum í Háskólabíó. Allt í einu verður henni ómótt og hún þarf að setjast niður í miðju lagi. Það var svo sem allt í lagi af því við stóðum alveg aftast, vorum báðar í alt. Hún lokaði augunum og átti erfitt með andardrátt. Mig langaði svo til að hjálpa henni og datt ekkert annað í hug en að reyna að blása köldu lofti framan í hana. Ég beygði mig niður, hallaði mér að henni, setti stút á munninn og blés eins kröftuglega og ég gat, alveg hljóðlaust. Ég blés nokkrum sinnum og allt í einu var eins og létti yfir henni, hún rétti úr sér, opnaði augun aftur og reis upp.
Eftir tónleikana kom hún til okkar þar sem við stóðum nokkrar saman. Vitiði það stelpur ég upplifði eitthvað alveg magnað áðan. Mér fór að líða svo illa í hitanum af ljósunum að ég varð að setjast niður. Svo var bara allt í einu eins og það léki um mig ferskur andvari og smám saman fór mér að líða betur. Ég skil þetta ekki. Þetta var alveg ótrúleg upplifun.
Ég sagði aldrei neitt, segir hún og lítur á mig með tárin í augunum. Mikið svakalega var erfitt að syngja í jarðarförinni hennar...
Örsaga eftir Evu Margréti Einarsdóttur
Bloggar | Breytt 23.9.2008 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2008 | 09:35
Toppurinn á tilverunni
Ætla að brenna gærdaginn á harða diskinn í kollinum mínum og minnast hans þegar ég er orðin eldgömul rúsína.
Sex mánaða uppgjör í vigtun fór á þann veg að við Bibba vorum þær einu sem stóðust mætingaskylduna (maður má bara missa úr eina vigtun til að geta unnið til verðlauna), vorum með 100% mætingu. Náði að vinna þessa lotu á þrautsegjunni því það verður að viðurkennast að Jóhanna, Agga og meira að segja nýjasti meðlimurinn, hún Vala, hafa allar skilað inn betri árangri á þessu tímabili í einstaka vigtun. Vala gerði sér nú lítið fyrir og var með 0 í frávik í sinni fyrstu vigtun, keppnin fer á nýtt stig í næstu lotu, það verður barist til síðasta gramms...
Þær sem gátu, komu á Garðinn í hádeginu og svo mætti allt gengið, vigtunar- og Glennuskvísur í rauðvín og gúmmelaði ala Þórólfur til okkar á Dyngjuveginn. Strákarnir mínir forðuðu sér í bíó á meðan við stelpurnar leystum lífsgáturnar og röðuðum í okkur góðgætinu með tilheyrandi. Þórólfur festi svo herlegheitin (okkur) á filmu í lok kvölds, voilà...
Agga, Vala, Bibba, Ásta, Sóla, Jóhanna, Sigrún og frúin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2008 | 22:32
Project - Allur pakkinn...
Morgundagurinn er þéttskipaður frá morgni (ca. 6:10) til kvölds.
- Hálftíminn
- Vigtun
- Hnetuvínarbrauð
- Út að borða í hádeginu með stelpunum
- Rauðvíns og súkkulaðikökuveisla chez moi um kvöldið
Smá vinna hér og þar inn á milli, niðurstöður reportaðar á morgun...
Það er örugglega leiðinlegt hjá einhverjum að vera heima með veikt barn. Smá sýnishorn af mínum degi með Lilju .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 16:13
Meistaramóti frestað!
Meistaramót Íslands í 5000 m kvenna og 10.000 m hlaupi karla
Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast MÍ í 5.000 m og 10.000 m fram til mánudagsins 22. september. Mótið fer fram á Laugardalsvelli og tímaseðillinn er sá sami .
Þátttökugjald er 1.250 kr. Fyrirspurnir er hægt að senda á frjalsar@armenningar.is .
Kveðja,
Frjálsíþróttadeild Ármanns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar