Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
31.5.2009 | 22:27
Ekkert að gera...
Einu sinni þá var það einmitt raunveruleikinn hjá mér, ekkert að gera... Tímabilið frá því að ég varð ófrísk að Gabríel og næstu tvö, þrjú árin var ég mest bara ein með sjálfri mér og honum. Eftir að hafa dregið mig út úr þeim félagsskap sem ég var í og þangað til ég fann leiðina aftur að gömlu góðu vinunum og nýjum vinum þá man ég að ég velti stundum fyrir mér hvort að það yrði alltaf þannig. Enginn sem hringdi, síminn hefði allt eins getað verið dauður og ekkert um að vera nema þetta venjulega. Ekki það að ég hafi vorkennt sjálfri mér, ég hafði það ósköp gott í holunni minni með frumburðinum en jú, það hvarflaði stundum að mér að það væri nú gaman að hafa örlítið meiri fjölbreytni í lífinu.
Í dag þá er þetta svo fjarri mínum raunveruleika að stundum finnst mér nóg um. Eftir 100 km daginn minn þá var dagskráin svo þétt að ég var ekki alveg viss um hvort ég réði við þetta allt saman. Tónleikar með Hjaltalín á miðvikudagskvöld, saumaklúbbur hjá Ástu Glennu með hlaupahópnum á fimmtudagskvöld og svo gourmet matarboð hjá Gumma (frmkv.stj. ÁÓ) og Rúnu á föstudagskvöld. Og ég sem er alla jafna sofnuð upp úr tíu... En ó hvað ég vildi ekki skipta til baka og ég geispaði nánast ekkert, það var svo gaman hjá mér .
Prísa mig sæla með þriggja daga helgi og einum eða tveim bjútí blundum. Í gær var rabbarbara dagurinn mikli. Þórólfur og Lilja komu inn með 10-12 kg af rabbarbara sem við Gabríel skárum niður til sultugerðar, í frost og svo henti ég í eitt rabarbarapæ í tilefni dagsins. Sigrún (ein af þessum gömlu góðu) gerði sér svo lítið fyrir og skokkaði úr Garðabænum í kaffi til okkar, allt of langt síðan við höfum sést en nú verður unnið í hittingsmálum. Fórum svo með krakkana í sund hérna niðrí Laugardalslaug í kvöldblíðunni.
Í dag byrjuðum við hjónin daginn á langhlaupi (við erum orðnir svo miklir kjúllar að 16 km er langt) en það er í fyrsta sinn sem við hlaupum langan túr saman síðan ég meiddist í mars! Ég var í voða miklu sumarskapi og fór út á stuttermabol og stríddi karlinum úr jakkanum áður en við fórum, hann hafði þó vit á að vera í langerma... Fengum á okkur haglél og rigningu við Sæbrautina og ég var orðin frekar blá þegar sólin lét sjá sig aftur og í Nauthólsvíkinni var ég fullþiðin og gerðist meira að segja svo djörf að rífa mig úr bolnum . Eftir blund og bita, útréttuðum blómakassa á svalirnar hjá okkur fyrir kryddjurtirnar hans Þórólfs og ég keypti líka tvö tóbakshorn því þau minna mig svo á mormor (ömmu mína í Norge). Skottúr að heils upp á tengdó og þá var tími til komin að fá sér bita á ný og slaka svolítið á, mmmm...
Það sem stendur samt upp úr þessa helgina, hlaupalega séð, er að þrjár vinkonur mínar (fyrir utan gömlu hlaupavinkonur mínar) fóru á Mývatn. Vinkona mín og nágrannakona, sem er að vinna með mér, rúllaði upp hálf maraþoni með glans og svo voru tvær af stelpurnum mínum í Sigurverara hópnum að hlaupa og stóðu sig með sóma. Til hamingju stelpur!
Svo get ég ekki annað en óskað honum Gumma til hamingju með sigurinn í maraþoninu, glæsilegt hjá honum (þó hann hafi tekið tímann minn...).
Pælingar | Breytt 22.9.2009 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 12:43
Sól, hagl, slydda og 104,6 km.
Ég elska að taka áskorunum. Nú var það hann Oddur í vinnunni hjá mér sem kynnti undir keppnisskapinu. Vinkona hans hafði skorað á hann að hjóla alla vega 100 km einn dag í átakinu Hjólað í vinnuna og hann skoraði svo á liðsfélaga sína.
Í gær var stóri dagurinn, síðasti dagurinn í átakinu og tilvalið að enda þetta með trukki. Við Oddur hjóluðum bæði 37 km fyrir vinnu og planið var svo að taka 65 km eftir vinnu. Þegar fór að nálgast hádegið kom Oddur til mín, 'Ég er að spá í að skokka smá hring, það er svo gott verður...'. Og þá gerðum við það, hlupum úr vinnunni og tókum Stífluhringinn. Það var reyndar mjög gott að liðka sig aðeins með annarri hreyfingu eftir allt hjóleríið.
Á slaginu fjögur lögðum við í hann og Oddur stýrði ferðinni. Ég var á racernum og þá er ekki hægt að hjóla í möl sem gerði það að verkum að við þurftum að taka nokkrar slaufur til að halda okkur á malbiki. Eftir að hafa læðst yfir kanta og smá malarbúta hér og þar vorum við loksins komin á beinu brautina á hjólreiðastíginn sem liggur alla leið út í Mosó. Bammm! Þá sprakk á Skotta og við bara búin með rúma 13 af þessum 67... Hringdi í ofboði í manninn minn, sem var þá á leiðinni í sund með stelpuna. Hann skutlaðist eftir mér, ég skipti á hjólum og lagði í seinni hlutann af ferðalaginu 'on my own' á fjallahjólinu mínu.
Ákvað að fara inn í Grafarvog, í gegnum Mosó og upp að Gljúfrasteini, freista þess að ná 25 km og láta mig svo rúlla í bæinn aftur. Í Mosó rauk úr göngustígunum eftir að það höfðu komið skúrir á sólhitaða stígana. Ótrúlega fallegt að hjóla meðfram sjónum og ég var eldsnögg að komast upp eftir. Þegar ég átti svona 3-4 km eftir að Gljúfrasteini þá kom HAGLÉL!!! Ég ákvað að harka það af mér á peysunni og hjólabuxunum. Km síðar var komin SLYDDA!!! Enn hélt ég aðeins áfram á þrjóskunni þar til ég var farin að sjá fyrir mér fyrirsagnir í blöðunum 'Miðaldra kona fannst frosin föst við hjól á stuttbuxum og bol, u.þ.b. 200 m frá Gljúfrasteini... Vinir og fjölskylda segja þetta hafa verið óumflyjanlegt þar sem hún var búin að ÁKVEÐA að fara alla leið...'.
Snéri við og tók stefnuna aftur í sólina. Rosalega verður maður svangur af því að hjóla! Lilja hafði sníkt hálfan bananann minn þegar þau feðginin komu að sækja mig og í Mosó þá voru garnirnar farnar að gaula þokkalega. Kom við í Krónunni og keypti mér tvö skinkuhorn, gúffaði öðru í mig og ákvað að geyma hitt þangað til ég væri búin með 90 km. Ég þurfti aðeins að hugsa út nokkra króka á leið minni heim, hjólaði inn Grafarvoginn og þar var þvílík blíða að ég stoppaði og fékk mér seinna nestið á bekk, í sólinni. Áfram niður í Bryggjuhverfi og svo Sæbrautina eins og hún lagði sig niður í bæ. Niður við höfn var seglbátakeppni í gangi, ótrúlega fallegt allt saman. Ennþá vantaði aðeins uppá og ég ætlaði ekki að taka séns á að vera komin heim og þurfa að snúa við aftur. Tók nokkra spretti fram og til baka á Sæbrautinni og nú get ég hjólað á fullu án þess að halda í stýrið, vúhúúú... Hélt svo heim á leið og samtals gerðu þetta 104,6 km.
Þegar ég kom heim var ég aðframkomin af hungri og ekkert smá hamingjusöm að komast í lambalæri sem hafði verið í matinn. Gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér, ennþá í hjólagallanum, með lærið í annarri og hnífinn í hinni, rífandi í mig kjötið eins og villikona. Eftir langa sturtu var óendanlega gott að henda sér upp í sófa með rauðvínstár í glasi og horfa á Biggest Looser. Það gerist ekki mikið betra .
Hjól | Breytt 22.9.2009 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2009 | 22:16
Loksins kapp
Arrrghhh... Var rétt í þessu óvart að eyða út öllum myndum helgarinnar nema einni!!!
Hún er reyndar mjög sæt, Lilja að skoða á sér tærnar... En það voru þarna myndir úr sumarbústaðaferðinni okkar sem voru algjört æði, sniff .
En alla vega þá var þessi langa helgi tær snilld. Við stungum af í bústaðinn á miðvikudagskvöldið og vorum fram á föstudagskvöld. Skokk í sveitinni, fótbolti, sundferðir á Selfoss og ísbíltúrar. Á fimmtudagskvöldið fengum við góða gesti í grill hjá okkur, Jóhönnu og Ívar og þá var nú aldeilis spáð í hlaupaspilin fram og til baka. Á föstudaginn kíktum við líka á Elfu og Jón á Selfossi og fengum kaffisopa, skoðum dýralífið á bænum og hoppuðum pínu á trampolíninu þeirra. Eftir allt þetta fjör var Lilja búin að fá nóg og varð eiginlega hálf lasin. Við ákváðum þess vegna að fara í bæinn um kvöldið bara svona til vonar og vara.
Stelpan var nú reyndar miklu sprækari á laugardaginn og þá kom líka í ljós að það var jaxl að þröngva sér í gegn sem var sennilega skýringin á slappleikanum. Gabríel fór með pabba sínum á Þróttaradaginn og þeir hlupu 6 km í áheitahlaupi fyrir Þrótt. Ég tók lengsta hlaupatúrinn minn í 2 mánuði, rúma 16 km og fann ekki fyrir því, nema þá fyrir vellíðan .
Í dag skelltum við Gabríel okkur svo í Árbæjarhlaup Fylkis. Þar var bæði hægt að hlaupa 3 km, Stífluhringinn í Elliðaárdalnum eða 0,5 km á fótboltavellinum fyrir 11 ára og yngri. Gabríel var nú á því að hlaupa styttri vegalengdina en skipti um skoðun þegar við vorum komin upp eftir og ákvað að fara 3 km líka. Hann stóð sig eins og hetja, hljóp á 12:45 (4:43 pace) en ég mældi leiðina 2,7 km.
Ég var þriðja í hlaupinu og fyrst kvenna á 11:05. Ég hef náttúrulega ekkert verið að þenja mig undanfarið og fann alveg fyrir þessu, verkjaði í lungun eftir hlaup. Lappirnar voru alveg þrælsterkar nú vantar bara að ná upp þoli til að geta höndlað hraðann. Fékk fínan bikar að launum, alltaf gaman að fá bikar.
Annars var hugurinn hjá honum Gunnlaugi af og til alla helgina en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði 48 tíma hlaupið í Borgundarhólmi, hljóp samtals 334 km og komst með þessu afreki í 3. sæti heimslistans fyrir árið 2009.
TIL HAMINGJU GUNNLAUGUR!
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 21:19
Svipmyndir frá helginni
Nokkrar svipmyndir frá því um helgina. Barnaskemmtun í Norræna húsinu, fótboltamót hjá Gabríel og svo enduðum við í afmæliskaffi hjá Ástu systur. Börnin voru svo uppgefin að þau sofnuðu bæði í sófanum hjá henni .
Svo var það sveitaferðin með leikskólanum hennar Lilju.
Framundan er löng helgi hjá okkur en við erum í fríi á föstudaginn, jeeehawww...
Ferðalög | Breytt 22.9.2009 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 11:31
Þetta er sko lífið!
Á afmælisdaginn er góð regla að líta yfir síðasta ár og sjá hvort að maður sé ekki örugglega komin feti lengra á þeirri leið sem maður hefur valið sér. Eins er mikilvægt að gleðjast yfir því sem var gott, vera stoltur yfir að hafa sigrast á hindrunum og þakklátur fyrir öll tækifærin sem lífið býður upp á.
Það er ekki ónýtt að byrja nýtt ár í þessari veðurblíðu, vitandi að framundan er frábær dagur í faðmi fjölskyldu og vina. Eftir hjólreiðatúrinn minn í morgun, er örstuttur stans í vinnunni, bara svona rétt til að kíkja á tvo fundi og fá mér góðan hádegismat... verð ég í fríi eftir hádegi. Það er vorferð í leikskólanum hjá henni Lilju okkar og við förum í sveitina klukkan eitt. Svo verður heitt á könnunni í kvöld og ég á örugglega eftir að búa til eitthvað gott að narta í fyrir gesti .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2009 | 20:17
Vigtunardagur
Mikil gleði og mikið gaman. Hjólaði í vigtun rétt rúmlega 6 í morgun og mikið var gaman að hitta skvísurnar og Hálftímana. Vorum bara ótrúlega sprækar á hlaupunum, fjörugar samræður í pottinum og Kiddi lét meira segja að sjá sig, allt eins og það á að vera. Hörkukeppni í dag en ótvíræður sigurvegari í þetta sinn var hún Jóhanna með 0 í frávik. Ég var með 800 gr. í frávik og var alveg afskaplega sátt með það og stefni á 0ið næst. Ég hafði aðeins þokast út af sporinu í febrúar og mars. Margt kom til, en ég náði áttum aftur fyrir rúmum mánuði og nú gengur þetta eins og í sögu, hægt og örugglega í átt að takmarkinu.
Eftir að vera komin með upp í kok af að hjóla í rokinu og tvo slappa hjóladaga í röð var ekki annað en að hysja upp um sig og sætta sig við það sem maður fær ekki breytt... Oddur fyrirliði heimtar að ég standi við stóru orðin og hjóli mitt maraþon á dag. Þorði ekki annað en að hlíða og lufsaðist tæpa 30 km í rokinu eftir vinnu. Það er nefnilega vorferð á dagskrá í vinnunni á morgun og mikið húllumhæ, eins gott að hafa vinnufélagana góða.
Neshlaupið á laugardaginn með Gabríel og Kópavogsþríþraut á sunnudaginn, hljóma eins og mesta afslöppun eftir ótrúlega annasama viku .
Vigtun | Breytt 22.9.2009 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 11:03
Meira af okkur
Fann þessar fínu myndir af okkur Gabríel á hlaup.is frá Icelandair hlaupinu, það er sko ekkert verið að gefa eftir á endasprettinum. Það er nú eins og ég sé að fara syngja mitt síðasta þarna...
Um daginn fórum við í göngutúr með hana Lilju okkar og rákumst á fjölskyldu sem var að leika sér á torfæruhjólum í næstu götu. Lilja fékk að prófa og hún var ekkert smeyk; 'Meira mótorhjól...'.
Þegar við keyptum okkur sófa um daginn þá fylgdi þetta fína sófaborð með en það er aðeins og stórt fyrir okkur, 1,20 * 1,20. Ef einhver hefur áhuga á þessu borði þá fæst það fyrir spottprís, er ennþá í kassanum, bara senda póst á eva@isb.is.
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 22:32
Rófan okkar
Lilja litla var komin með smá hósta og nokkrar kommur í gær. Það fór nú ekkert í skapið á henni frekar en fyrri daginn og í gærkvöldi var hún búin að klæða sig í ballerínu pils og söng Dansi, dansi, dúkkan mín fyrir hann pabba sinn. Hún dansaði líka fyrir hann og snéri sér í hingi. Allt í einu missti hún jafnvægið og datt á rassinn, lenti beint á höldunni á kommóðunni, jææækkksss...
Litla skinnið getur ekki setið á bossanum, liggur á hliðinni þá líður henni best. Seinnipartinn í dag þorðum við ekki annað en að fara með hana upp á slysó til að tékka hvort hún væri nokkuð rófubeinsbrotin. Sem betur fer þá er það ólíklegt, bara illa marin.
Af mér er það helst að frétta að eftir að hafa hjólað af mér rassinn í síðustu viku þá var ég þokkalega hjólamettuð... Hljóp 10 km á laugardaginn og hvíldi svo alveg í dag, veitir ekki af fyrir næstu törn. Framundan er áframhald á Hjólað í vinnuna og svo er ég búin að skrá mig í Kópavogsþríþrautina næsta sunnudag, ágætt að kveðja 37. aldursárið með trompi. Fékk að því tilefni lánaðan Racer hjá honum Gísla ritara og er hann nú helsta stofustássið okkar og við skiptumst á að strjúka honum og lyfta. Fyrsta prufukeyrsla verður á morgun eftir vinnu, spennó.
Hjól | Breytt 22.9.2009 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2009 | 22:29
Icelandair hlaupið 2009
Hljóp besta Icelandair hlaupið mitt í kvöld með honum Gabríel syni mínum. Er að springa úr stolti yfir stráknum mínum sem hefur aldrei hlaupið svona langt áður. Svo duglegur alla leið í rokinu. Þegar við áttum 1 km eftir sagði ég við hann: 'Eigum við að reyna að ná 10 manns áður en við komum í mark'. Hmmpfr... Svo hrökk minn í gírinn þegar við komum á beinu brautina og spændi hann af stað: 'Mamma, tveir!!!' og svo tók ég við og taldi um leið og hann tók fram úr einhverjum. 'Tuttugu og þrír, tuttugu og fjórir, tuttugu og fimm...', ekki séns að ég héldi í við hann. Tíminn 41:46. Geymi þennan dag á harða diskinum .
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2009 | 10:51
Go Glennur!
Nýjasta Glennan, Kuskið okkar (a.k.a. Vala Svala), gerði sér lítið fyrir og sigraði 50 km legginn í hinni sögufrægu Fossavatnsgöngu sem haldin var í 60. sinn í ár. Ekki leiðinlegt að horfa á íþróttafréttir á RÚV og heyra...: 'Fyrst kvenna í 50 km göngunni var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir...' Við Þórólfur hoppuðum uppúr sófanum af gleði.
Til hamingju Vala, þú rokkar!
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar