Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hlaupameiðsl...

Það er ekkert grín að eiga hlaupasjúka foreldra!  Lilja litla fékk að hristast í bumbunni frá getnaði og  hún var bara nokkurra mánaða þegar við fórum að draga hana með okkur í hlaupakeppnir.  Hún hefur nú þegar verið skráð í nokkur hlaup (með aðstoðarmönnum) og hefur meira að segja afrekað að 'hlaupa' Flóahlaupið tvisvar, sem er nokkuð gott þegar maður er 19 mánaða.  Á eftir mamma, pabbi, Gabríel, afi og amma, lærði hún að segja hlaupa og komaso og þetta notar hún óspart.  Það má enginn skokka fram hjá henni án þess að hún byrji að klappa, kalla 'Hlaupa, hlaupa, hlaupa...' og 'Komaso...'.

Lilju finnst alveg hrikalega spennandi að hlaupa og notar hvert tækifæri til að taka sprettinn.  Í gær eftir leikskóla þá notaði hún tækifærið meðan ég var að teygja mig í töskuna mína og rauk af stað.  'Hlaupa, hlaupa, hlaupa....'  og krasj bang 'Arrrrrrgggghhhhh....'.  Lenti beint á litla trýninu sínu og er með kúlu á hausnum, sár undir nebbanum og rispu á kinninni.  Hún var fljót að sjúga upp í nefið og jafna sig.  Í morgun sá ég við henni, komst ekki lengra en 'Hl...'.


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband