Leita í fréttum mbl.is

Svetlana hérna megin

Jæja þá getur maður hakað við það á listanum yfir hluti sem  ég er búin að prófa.  Tók þátt í KÚLUVARPI  á MÍ Öldunga og kem bara sterk inn Wink.  Frábær dagur 'so far', fórum niðrí höll rétt fyrir 10 og hitaði upp með því að keppa í 60 m hlaupi...  Bætti tímann minn aðeins frá því fyrir tveim árum og hljóp á 9,64.  Ekkert til að hrópa húrra yfir en gaman að vera með og upplifa þá súrrealísku tilfinningu að þegar hausinn á manni er löngu komin í mark og búin að rústa þessu, þá eru lappirnar bara ekkert með í baráttunni, tilfinningin er eins og að hlaupa í kafarabúning get ég ímyndað mér.   En fín grein til að taka úr manni spenninginn og koma manni í gír. 

Næsta grein var langstökk og þar tók ég fínum framförum frá því síðast (3,51) , bætti mig um rúman hálfan metir, stökk 4,08 í síðasta stökkinu og var að bæta við mig 20 cm í hverju stökki.  Er ekki enn búin að gleyma þegar Baddi bróðir spurði mig hvort þessir 3,51 væri stökk án atrennu Angry.

Stelpurnar plötuðu mig svo með í kúluvarp á meðan við biðum eftir starti í 800 m.  Hef aldrei kastað kúlu áður og var nokkuð sátt með 7,70 , svona í fyrstu tilraun alla vega.  Er viss um að það leynist smá Svetlana í mér og á örugglega eftir að prófa kúluvarpið aftur.

 Svo var komið að 800 m.  Helsti keppinautur minn í mótinu (fædd sama ár og ég) var í Svissneska landsliðinu í frjálsum í gamla daga og var búin að hafa mig í hinum greinunum.  Fríða Rún tók strax forystuna í hlaupinu enda í sérflokki og ég ákvað að elta Ungfrú Sviss af stað og sjá hvort ég gæti hangið í henni.  Eftir 200 m rúma fór ég upp að hliðinni á henni og fannst hún blása ansi mikið.  Eftir 300 - 400 m sá ég hana ekki meir og tíminn minn 2:37:47 Grin, næst á eftir Fríðu Rún.  Fann samt eftir fyrstu 200 m að ég fékk tak aftan í vinstra lærið og fann verulega fyrir því eftir hlaupið.  Þorði þess vegna ekki að taka þátt í 200 m hlaupinu til að fara ekki alveg með mig.

Er orðin miklu betri núna eftir að hafa hreyft mig soldið og kælt lærið.  Reikna með að hlaupa 3000 m á morgun ef ég finn ekki fyrir neinu en læt 400 m eiga sig.

00000070

Nú eru Þórólfur og Przemeck að mála og gera fínt í nýja herberginu hennar Lilju.  Búnir að rífa gamla spónarparketið af og Pawel ætlar að hjálpa okkur að parketleggja í vikuna.  Gabríels herbergi fær sömu meðferð á morgun.  Frúin er alsæl Grin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur árangur ungi öldungur! Vil líka hrósa þér fyrir að skipta. Ég er búin að vera mjög pirruð á blog.central og sé ekki að breytingarnar séu til hins betra. Er samt enn á sama stað. Lítið fyrir breytingar :-)

Sóla (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:41

2 identicon

Flott. Saknaði þín í dag vinkona.

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband