Leita í fréttum mbl.is

Gaman að lifa

Með minnkandi æfingum þá verður til fullt af tíma til að gera aðra skemmtilega hluti.  Fórum í leikhúsið í gær með krakkana að sjá Skoppu og Skrítlu.  Frábær skemmtun, Gabríel passaði litlu systur sína og skemmti sér konunglega (þó maður sé sko að verða tíu...).  Lilja var algjörlega heilluð, klappaði og dansaði með og ef það hefði ekki verið fyrir krakkana fyrir framan hana þá hefði hún klifrað uppá sviðið...

SkoppaSkrítla

Fjölskyldu brunch á sunnudaginn en Orri bróðir var í bænum og kom með krakkana sína og mömmu.  Hann fór upp á Hvannadalshnjúk á  föstudaginn og gaman að heyra frá því ævintýri.  Heimabakaða döðlubrauðið sló í gegn en ég er búin að baka ótrúlega mikið síðustu daga, bananbrauð, vöfflur...  Eins og ég segi, fullt af tíma. 

Við fórum í afmælisboð til litlu Ellýjar hennar Ellýjar vinkonu, skvísan orðin eins árs.  Litla skottið mitt var bara stóra stelpan allt í einu. 

Ég tók vel á því á veisluborðinu enda vigtun framundan og ef það er eitthvað sem mig langar að gera þá er það að gleðja hana Bibbu 'vinkonu' mína sem planaði vigtun að KVÖLDI til, FIMM dögum fyrir maraþon.  Bibba var náttúrulega búin að hlaupa svona milljón km til þess að vera ógissliga mjó, bara til þess að pína mig sem var með sögulega há frávik +2,3 kg en það hefur ekki gerst síðan ég var ólétt.  En í nafni skynseminnar þá setti ég maraþonið í forgang fyrir vigtuninni í þetta sinn og fór ekki í aðhald til að rétta af stöðuna, allt hefur sinn tíma.  Huggaði mig við að ég var samt 1,7 kg undir gömlu target vigtinni minni, það hjálpaði ekki, dreymdi fitubolludraum í nótt, dæs...

En bíðiði bara, I will be back...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó þakka þér fyrir Eva.   Þetta var ógissliga gaman ;)

Bibba (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband