Leita í fréttum mbl.is

Sautjándi júní

Frábær dagur að kveldi kominn.  Byrjaði daginn á því að taka fyrstu almennilegu sprettæfinguna mína eftir Köben.  8 * 800 m á bretti í Laugum, 4:00 pace og 75 sek á milli, ekkert mál!  Kom heim í því að Þórólfur og Lilja voru að fara út að hjóla og dreif mig með þeim í Laugardalinn.  Lilja missti sig alveg af gleði við að gefa dúfunum og öndunum, skríkti og hló.

Gabríel hafði fengið að gista hjá vini sínum og þeir félagar eyddu deginum saman, ásamt fleiri vinum.  Ekkert spennandi að hanga með mömmu, pabba og litlu dekurrófunni Joyful.

Eftir hádegisblundinn og nokkrar vöfflur sem Þórólfur bakaði, drifum við okkur niðrí bæ að kíkja á lífið.  Ótrúlega margir á ferli í góða veðrinu.  Skoðuðum mannlífið í bak og fyrir en ákváðum síðan að halda aftur á heimaslóðir og fá okkur kaffi á Kaffi Flóru.  Yndislegt að geta setið úti í góða veðrinu og leyft skottinu okkar að sprikla soldið.

Náði þessari æðislegu mynd af feðginunum niðrí bæ í dag.

Með pabba

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband