Leita í fréttum mbl.is

Gjöfin

Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert..., að syngja í jarðarförinni hennar.  Hún horfir á mig yfir eldhúsborðið með góðu augunum sínum og brosir angurvært. 

Ég gleymi því aldrei.   Hún var orðin veik þá.  Greindist með krabbamein í höfðinu, en hún mætti samt á kóræfingar og stóð sig eins og hetja.  Það var á tónleikum í Háskólabíó.  Allt í einu verður henni ómótt og hún þarf að setjast niður í miðju lagi.  Það var svo sem allt í lagi af því við stóðum alveg aftast, vorum báðar í alt.  Hún lokaði augunum og átti erfitt með andardrátt.  Mig langaði svo til að hjálpa henni og datt ekkert annað í hug en að reyna að blása köldu lofti framan í hana.  Ég beygði mig niður, hallaði mér að henni, setti stút á munninn og blés eins kröftuglega og ég gat, alveg hljóðlaust.  Ég blés nokkrum sinnum og allt í einu var eins og létti yfir henni, hún rétti úr sér, opnaði augun aftur og reis upp. 

Eftir tónleikana kom hún til okkar þar sem við stóðum nokkrar saman.  Vitiði það stelpur ég upplifði eitthvað alveg magnað áðan.  Mér fór að líða svo illa í hitanum af ljósunum að ég varð að setjast niður.  Svo var bara allt í einu eins og það léki um mig ferskur andvari og smám saman fór mér að líða betur.  Ég skil þetta ekki. Þetta var alveg ótrúleg upplifun.

Ég sagði aldrei neitt, segir hún og lítur á mig með tárin í augunum.  Mikið svakalega var erfitt að syngja í jarðarförinni hennar...

 

Örsaga eftir Evu Margréti Einarsdóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir. Vonandi koma örsögur annað slagið.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:03

2 identicon

Hæfileikarík í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur, enda náskyld mér, var að fletta þér upp á Íslendingabók

Takk fyrir gegt skemmtó kvöld á fimmtudaginn, miðað við drykkjuna sýnist mér þú alveg geta haldið þetta í hverjum mánuði ef við ætlum að klára einn léttvínspott á innan við ári!

Ásta (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir stelpur, gott að æfa sig hérna. 

Ásta:  Það hlaut að vera, við erum líka næstum alveg eins og svo á ég aðra systur sem heitir Ásta!!!  Sóla síams, píams, kríams... Nú er það bara Eva síams

Eva Margrét Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband