Leita í fréttum mbl.is

Efst í huga...

er að sjálfsögðu að halda áfram með hannyrðahornið!  Ég kláraði lopapeysuna hans Þórólfs um daginn og fékk hann til að pósa fyrir mig:

DSC00344

'Mamma, ég er meira spenntur núna en á jólunum!!!'   Loks fékk hann sonur okkar afmælisgjöfina sína síðan í júlí.  Það var reyndar ekki við okkur að sakast, því það var bara eitt sem kom til greina, síðerma Liverpool treyja.  Eftir margra mánaða bið eftir að hún kæmi til sölu í Jóa Útherja, gáfumst við upp og pöntuðum hana á netinu.  Við pöntuðum í leiðinni eina fyrir Bjarka vin hans, sem á afmæli bráðum (m+p gefa honum!).  Þá var líka hægt að velja leikmann og fá sérstakar merkingar á hana.  Viktor, félagi minn úr vinnunni var svo sætur að taka hana með sér frá London og koma henni til okkar. 

Nóttina fyrir afhendingu gistu þeir félagar saman hérna hjá okkur og þeir vöknuðu fyrir allar aldir, 'Hvenær kemur hann, hvenær kemur hann...'.  Þegar loks var von á Viktori upp úr hádegi stóðu þeir úti í skítakulda og biðu.  Í hvert skipti sem bíll nálgaðist eða hægði á sér í götunni, þá hljóp annar hvor þeirra inn og spurði; 'Er hann með gleraugu?' , 'Er hann dökkærður?´'...

Loksins, loksins kom Viktor og glaðari stráka er ekki hægt að finna!

DSC00340

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjöööööög fallegar peysur! Lopapeysan er líka ágæt

Sóla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Hagsýna húsmóðirin er líka prjóna sér lopapeysu úr afgöngunum af lopanum...  Verður í næsta þætti

Eva Margrét Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband