Leita í fréttum mbl.is

Kanntu brauð að baka...

Ég lærði að baka All-Bran brauð fyrir einhverjum grilljónum ára, í einhverju aðhaldinu.  Ég er búin að baka þetta brauð regluglega í gegnum árin, svona u.þ.b. einu sinni í viku með einhverjum smá hléum.  Á tímabili skipti ég út rúsínunum og apríkósunum fyrir banana.  Hérna er uppskriftin:

All Bran Brauð frá Lindu

  • 3 Bollar All Bran
  • 3 Bollar Fjörmjólk
  • 3 Msk Hunang
  • 1 Bolli Púðursykur  (voru 3 í upprunalegri uppskrift)
  • 200 grömm rúsínur og þurrkaðar apríkósur í bland, smátt niðurskorið (hægt að nota stappaða banana i staðinn)

Læt þetta standa í smá stund meðan ég kveiki á ofninum 180° og smyr 2 brauðform, svo að All Branið verði mjúkt.  Bæti svo í skálina:

  • 3 Bollar hveiti (nota stundum heilhveiti)
  • 3 Tsk lyftiduft
  • 1 og 1/2 Tsk salt

Set í tvö brauðform og baka í 30 mínútur á 180°, lækka síðan hitann í 150° og baka í 60 mínútur í viðbót. 

Þegar brauðin eru tilbúin sker ég þau í tvennt og hendi í frysti og tek þau svo bara út jafnóðum.  Fyrir utan að vera svakalega góð og holl þá getur maður slegið í gegn og hent svona brauði í vinkonur sínar þegar þær skutla manni heim af æfingu Grin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha!  Hendirðu brauðinu frosnu í vinkonurnar?  Eru þær ekki ex-vinkonur eftir þann gjörning? :)

Börkur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

jiha... keypti apríkósur í gær svo ég get látið dj baka í fyramálið á meðan ég sef...  

Já börkur ég leit ekki vel út eftir að hafa fengið brauðið í augað... Áá

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Þær eru seigar þessar stelpur þó þær séu hvorki stórar né stæðilegar.... 

Ánægð með að þú fullnýtir DJ.  Það mætti halda að ég hefði hent brauðinu í hnéð á þér en ekki augað, miðað við km magn síðustu viku!!!   ...en í alvöru talað, þá er ég mjög ánægð með að þú hlustir á skrokkinn og hvílir, kemur betri en ný til baka .

Eva Margrét Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband