Leita í fréttum mbl.is

Brauðraunir

Það fór illa fyrir gömlu hagsýnu bakarakonunni í vikunni.  Á mánudaginn bakaði ég eins og venjulega tvö All Bran brauð.  Það var eitthvað voða mikið að gerast hjá okkur á sama tíma, krakkarnir á fullu og gestir og þegar ég tek brauðin út úr ofninum, ilmandi og fín tek ég eftir því að þau eru eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega.  Læt þau kólna og svo þegar ég ætla að skera þau í tvennt, þá kemur í ljós að þau eru ekkert bökuð nema rétt að utan...

Ég hélt nú helst að ég hefði bara verið svo utan við mig að ég hefði óvart tekið þau út eftir hálftíma en ekki einn og hálfan tíma.  Taka tvö á þriðjudaginn og passaði uppá allar stillingar og tímann.  Nákvæmlega sama sagan aftur!!!  Fallega bökuð að utan, drulluklessa að inna og brauð númer 3 0g 4 í ruslið.

Ofninn er sem sagt búin að gefa sig á öllum kreppubakstrinum.  Sem betur fer er hann ennþá í ábyrgð og ég á von á viðgerðarmanni í fyrramálið.  Þangað til verður bara vatn, ekkert brauð, verð orðin hel köttuð á laugardaginn... Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband