Leita í fréttum mbl.is

Níu mánuðir – 2. Hluti

Ég borgaði ferðina með kreditkorti upp á tryggingar og fyrsta verkefnið var að koma yfirlitinu undan og passa að elskan tæki ekki eftir því að það væri óvenju stór upphæð skuldfærð á kortið.  Ég borgaði inná kortið fyrirfram og þegar yfirlitið kom, sagði ég Þórólfi að ég hefði verið að kaupa smotterí handa honum á netinu og þess vegna fengi hann ekki að sjá það.

Þegar líða tók á vorið hringdi ég í hana Láru sem vinnur á skrifstofunni hjá honum Þórólfi og bað hana um að gera mér greiða.  Hún heldur utan um frídagana hjá starfsfólkinu og ég bað hana draga frá 4 daga frá uppsöfnuðu fríi án þess að láta hann vita.

Þegar líða tók á sumarið tók ég eftir því að gengið á dollarnum var hægt og rólega að skríða upp á við.  Þegar dollarinn fór í 80 þá leist mér ekkert á þetta lengur og keypti gjaldeyri fyrir okkur.  Daginn eftir fór hann í 79 krónur og ég man að ég fékk smá í magann, hélt að ég hefði kannski klúðrað aðeins... 

Í ljósi breyttra aðstæðna síðustu vikur þá ákvað ég að breyta gisti fyrirkomulaginu aðeins, var búin að bóka hótel rándýrt hótel í Tribeca hverfinu en með hjálp Erin vinkonu minnar, sem býr í Brooklyn tókst mér að finna gistingu á miklu betra verði, á miklu betri stað fyrir okkur, tvær mínútur frá Central Park.  Það var bara eitt vandamál, ég þurfti að staðfesta bókunina og erlendar greiðslur eru í lamasessi, ég fékk þær upplýsingar í bankanum að það tæki 10 virka daga!  Það voru bara 8 virkir dagar til stefnu...  Hringdi í hana Sigrúnu vinkonu mína sem er flugmaður og jú, viti menn hún var akkúrat á leiðinni til New York og hún bauðst til að skokka með seðlana á staðinn!  (n.b. við erum að tala um árið 2008...)  Var ekkert smá glöð þegar ég fékk sms frá henni ‘Mission Accomplished‘.

10 dögum fyrir brottför hringdi ég svo í framkvæmdastjóra ÁÓ og lét hann vita hvenær Þórólfur yrði í fríi svo það væru engin akút verkefni fyrirliggjandi hjá honum.  Hann mátti að sjálfsögðu ekki segja orð heldur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband