Leita í fréttum mbl.is

Helgin

Þessi helgi var tekin með trompi.  Jólagleði Glitnis var haldin á föstudagskvöldið og í samræmi við tíðarandann þá voru heimatilbúin skemmtiatriðið og gleðin fór fram í höfuðstöðvunum.  Það var keppni á milli deilda um flottasta ABBA aðriðið og ég var með í góðum hóp fyrir okkar hönd.  Við fengum úthlutað laginu Money, Money, Money og við tóku stífar æfingar og undirbúningur, þvílíkt gaman hjá okkur.  Við fórum líka alla leið, rústuðum þessu með flottasta atriðinu og lönduðum verðlaununum hingað upp á Lyngháls við mikla gleði samstarfsfélaga.

Á laugardaginn var svo vetrargleði Laugaskokks.  Rúta frá Laugum og upp á Kjalarnes þar sem boðið var upp á skemmtun, frábæran mat og dansiball.  Við hjónin skemmtum okkur konunglega með hlaupafélögunum og tókum góðan snúning á dansgólfinu.

Á sunnudaginn lögðum við leið okkar niðrí bæ að kaupa nokkrar jólagjafir og fylgjast með þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli.  Lilja var þvílíkt spennt yfir þessu öllu saman, svolgraði í sig heitu kakói og borðaði pönnsur á meðan við biðum eftir Grýlu og jólasveinunum.  Grýla var alveg svakaleg og Lilja var nú ekki alveg nógu ánægð með að hún borðaði óþekk börn.  Var mikið að spá í þetta 'Drýla borra krakkana...'.  Seinna um kvöldið þegar hún var eitthvað að rífa sig spurði ég hana hvað það væri nú sem hún Grýla borðaði.  Mín var fjót að svara 'Drýla borra bara popp, má ég líka???'. 

Mér finnst alveg sérstaklega gaman að vera á staðnum þegar kveikt er á jólatrénu á Austurvelli.  Það er nefnilega þannig að það er hefð fyrir því að norsk/íslensk börn kveiki á trénu sem er gjöf frá Oslóar borg...

1979 12 Jólatré

Tvísmella á myndina og svo aftur tvísmella til að sjá í fullri stærð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert allsstaðar ;)

Börkur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:38

2 identicon

Flott hlutverk -dúllan

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:18

3 identicon

Hæ - þín síða er ein af þeim sem ég les oft (og er búin að baka haframjölskökurnar þínar tvisvar!) enda finnst mér afar skemmtilegt að fylgjast með ykkur hlaupastöllum. Sigrún sem kommentar stundum er frænka mín en ég varð að senda þér línu eftur að hafa setið í aðventuboði með Ragnari bróður og heyrt þessa sömu 'montlýsingu' á atriðinu ykkar - vissi ekki að þið væruð í shjóbissness saman:-).

Guðrún Geirsóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Gaman að heyra Guðrún!  Já það er eins gott fyrir þig (og alla hina) að vera ekki nálægt okkur þegar við erum að velta okkur upp úr því hvað við vorum ofsalega flott, það er ekki nokkrum manni til heilsubótar...  Við verðum samt að fá smá skilning, við vinnum í þannig umhverfi að það er mjög gott að eiga 'second career' í bakhöndinni .  Hendi svo inn myndum við tækifæri.

Eva Margrét Einarsdóttir, 2.12.2008 kl. 08:39

5 identicon

Einhvern veginn er ég ekki hissa á að þið hafið unnið þessa skemmti keppni. Þú og Ragnar Torfi saman það er örugglega stuð.

Geiri (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:34

6 identicon

Af hverju fannst mér þú alltaf vera hálf þýsk?? Er það út af ættarnafninu (Schultz)? En já, til hamingju með að hafa unnið atriðið. Þú hefur pottþétt secretað það!

Sóla (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:42

7 identicon

Til hamingju.

Vá, ég hef pottþétt horft á þig kveikja ljósin á trénu, við fórum alltaf og horfðum á jólasveinana á þakinu á Kökuhúsinu. 

Ásta (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband