Leita í fréttum mbl.is

Sæææællll...

Það var ekki mikil stemmningin í bílnum á leiðinni á sprettæfingu hjá okkur hjónum.  Vorum eins lítið mótíveruð og hægt var, langaði miklu fekar að vera heima og jólast.  Hverjum datt eiginlega í hug að fara í söbbið núna!

5*2000 m spettir á 15 var á boðstólnum.  Fyrsti var frekar leiðinlegur, annar örlítið leiðinlegri og ekki bætti úr að Þórólfur gaf skít í þetta í miðjum öðrum.  Ákvað að auðvelda mér lífið og taka 2*1000 m og svo 2 * 500 m og láta það gott heita.  Fyrsti 1000 m spretturinn var jafn leiðinlegur og síðasti 2000 m spretturinn, í seinni sprettinum var ég alveg búin að fá nóg og var líka að pissa í buxurnar.  Ívar var nokkrum brettum frá mér og kallaði um leið og ég var búin, '...ert ekki að fara að hætta núna...'.  Ég hugsaði með mér að fyrst Ívar segði að ég þyrfti að hætta þá væri tími til komin að láta þetta gott heita.  Slökkti á brettinu og þá segir Ívar 'Ertu bara hætt?'.  Ég hváði en þá hafði hann verið að setja út á hraðann hjá mér '...ertu ekki að fara of hægt núna...'.   Ekki séns að hætta við að hætta, lufsaðis upp til elskunnar minnar að teygja og við vorum þeirri stund fegnust að komast heim til okkar aftur.  Við eurm samt ekkert alveg hætt við söbbið, verðum örugglega æðisleg á næstu æfingu W00t.

Ákvað að hjóla í vinnuna í dag.  Sennilega að bæta upp fyrir aumingjaskapinn í gær.  Fráleit hugmynd, barðist um í sköflunum og endaði með að þurfa að labba stóran hluta leiðarinnar þar sem ekkert var búið að ryðja.  Svo mikill snjór að naglarnir náðu aldrei neinu gripi og ég var eins og belja á svelli, stórhættulegt. 

Eftir góða sturtu, eðal kaffi og kósíheita kertjaljós frá leynivini mínum í vinnunni er allt orðið gott aftur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hömm ... getur verið að þú hafir týnt einhverjum smá hluta af Pollýönnu í Powerade ?
Eða er það bara ný ritstjórnarstefna að sýna grömpinn oftar ?
Ekki það að ég kann alveg ljómandi vel við Evu sem er pínu grömpí stundum eins og ég ... en ég verð að játa að mér finnst pollýannan þegar allt kemur til alls betri.   
Sé mig knúna til að minna á að erfiðleikarnir eru vinir okkar því þeir gera okkur sterkari :)

Bibba (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Thí hí þetta er allt fyrir þig Bibba.  Vil samt benda á að ég endaði á Pollýönnu nótum .

Eva Margrét Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 09:29

3 identicon

Grööönaði mig :)

Bibba (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband