Leita í fréttum mbl.is

Hlaup hér, hlaup þar og hlaup alls staðar... lallalalla...

Í dag var 12. hlaupadagurinn minn í röð en það geri ég ekki oft.  Það var engin ástæða fyrir því önnur en að mig langaði bara út að hlaupa og var í fríi.  Samtals gerði jólafríið 130 km og ekki gramm upp í vigt þrátt fyrir veislur á veislur ofan, ljúft.  Tók út statistikk úr hlaupadagbókinni fyrir árið 2008. 

  • Hljóp 2929 km
  • Hljóp 275 daga á árinu

Þetta var frábært hlaupaár fyrir mig, bætti mig í öllum vegalengdum og náði settum markmiðum í 5 km, maraþoni og á Laugaveginum. 

Undir 40 í 10 og undir 1:30 í hálfu erfast bara yfir á 2009 Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Eva

Til lukku með allan þennan árangur.  Veistu að þú hljópst hringveginn tvisvar og gott betur miðað við vegalengd?  Greinilega í fanta formi stelpa :)  Vona að árangur þessa árs verði eins og þú ætlar þér. Sjáumst kannski á þessu ári, kv. Linda Parísarskvís.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir Linda.  Það er nú alveg spurning um að henda upp einu litlu kaffiboði til að við náum saman.  Var að fara í gegnum myndaalbúm um jólin og omg, fullt af óbirtingarhæfum gleðimyndum frá París...

Eva Margrét Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 09:14

3 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Glæsileg þú í blaðinu í morgun, hlaupamyndin flott en mikið hrikalega hleypurðu hratt :) 3000km á 130klst!!

kv. hvalurinn

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 8.1.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já sææælll.  Það er náttúrulega bara bull (tímafjöldinn).  Ég kíkti á hlaupa skránna og stundum þá er ég bara búin að skrá vegalengdina en ekki tímann á hlaupinu og þar af leiðandi kemur sá tími ekki fram í samtölunum.  Mér fannst þetta líka ótrúlega fáir klukkutímar án þess að spá í það frekar. 

Eva Margrét Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 10:25

5 identicon

Glæsilegur hlaupaárangur hjá þér Eva.

Engin smá vegalengd sem þú hljóps í fyrra. Vonandi verður þetta ár líka svona gott hjá þér.

Alma María (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband