Leita í fréttum mbl.is

The Road Less Travelled

Smjatta á bókinni minni eins og Gollum á hringnum, my precious...  Las þessa bók fyrst fyrir svona 15 árum og get með sanni sagt að hún hafi breytt lífi mínu þá og tala nú ekki um skilningi mínum á lífinu.  Las hana aftur fyrir ca. 10 árum og lærði jafn mikið ef ekki meira, eins fyrir nokkrum síðast þegar ég las hana.  Eins og að horfa á góða bíómynd, með hverju skiptinu nærðu fleiri smáatriðum sem gera hana bara enn betri.

Mamma mín á bókina svo það er ekkert mál að fá hana lánaða en í dag pantaði ég mér hana á Amazon og tvær aðrar bækur eftir sama höfund því mig langar til að eiga þær sjálf.  Eiga þær til að lesa reglulega og til þess að lána öllum sem hafa áhuga.

Núna er ég að lesa fysta hlutann sem fjallar um aga og hvaða þýðingu hann hefur í lífi hverrar manneskju.  Næsti hluti fjallar um kærleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk, viltu setja mig á biðlánalistann? BTW - er enn að bíða eftir jólakortinu... ;-)

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:20

2 identicon

Hahh - speak of the devil... Takk fyrir jólakortið sem datt inn um lúguna í dag!!

GHB (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Got'yahhh!   Og þú er hér með fyrst á biðlista

Eva Margrét Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 08:32

4 identicon

Þetta væri nú eitthvað fyrir mig.

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Bæti þér á listann elsku Jóhanna.  Eintakið mitt er á leiðinni í pósti líka.

Eva Margrét Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:32

6 identicon

Gúgú....má ég líka fá lánað eintak þegar hægt er?

Sigrún (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Að sjálfsögðu Sigrún, mín er ánægjan!

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband