Leita í fréttum mbl.is

Við mæðginin

Í dag er "Börnin í vinnuna" dagur hjá mér.  Gabríel kom til mín í hádeginu og hérna var boðið upp á pizzur og ís og svo verður skúffukaka í kaffinu.  Krakkarnir fá að rápa um hjá okkur og skoða vinnustað foreldranna og svo verður bíó í matsalnum.

En það er bara byrjunin.  Í fyrra vann ég nótt á Hótel Keflavík í Reykjanesmaraþoninu og ég ætla að bjóða syni mínum í skemmtiferð til Keflavíkur, bara við tvö.  Við leggjum af stað eftir kaffi og komum okkur fyrir á hótelinu.  Við ætlum svo bara að slæpast saman, fara út að borða, skella okkur í bíó í kvöld og ætli við byrjum ekki morgundaginn á að kíkja í ræktina.  Þvílík sæla að fá mömmu alveg út af fyrir sig og losna við litla dýrið í smá stund...  

Ég er náttúrulega líka þvílíkt ánægð með að fá að hanga með syni mínum, geri mér alveg grein fyrir því að tíminn flýgur og áður en langt um líður verður það ekki mest spennandi í heimi að vera með mömmu sinni.   Carpe Diem Joyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þetta hjá þér Eva mín. Ég finn líka að tíminn er að styttast hjá Björgu en ég reyni að framlengja hann með öllum ráðum og dáðum.  Það er svo gaman að "hanga" með þessum elskum!

Sóla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:32

2 identicon

Vááá - en skemmtilegur dagur hjá ykkur!!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband