Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegir endurfundir

Þegar ég var tvítug fór ég eitt ár til USA sem Au Pair stelpa.  Ég var hjá góðri fjölskyldu í Hartford CT og á margar góðar minningar þaðan.  Ég var aðeins í sambandi við þau næstu ár á eftir en svo einhvern veginn gufaði það upp, sennilega allt of upptekin af öðru...   Ég passaði 3 gutta, 12, 6 og 3 ára og eftir árið voru þetta eins og ungarnir manns. Við Daníel, sá yngsti, vorum sérstaklega miklir mátar og þegar ég fór frá þeim þá faldi hann sig undir borði og vildi ekki segja bless... sniff... 

En mikill er máttur Facebook.  Ég fann fjölskylduna mína og viti menn, haldiði ekki að litlu ormarnir mínir séu orðnir að myndarmönnum.  Sá elsti, Josh, gifti sig síðasta sumar og hér er mynd af allri fjölskyldunni við það tækifæri.  Gaman!

Fjölskyldan í CT.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband