Leita í fréttum mbl.is

Hvatning

Ég gleymi ekki þegar það rann almennilega upp fyrir mér hversu mikilvægt og dýrmætt það er að fá tækifæri til að hvetja aðra til dáða.

Ætli það hafi ekki verið svona einu og hálfu ári eftir að ég byrjaði að hlaupa.  Ég átti mér keppinaut sem var dugleg að taka þátt í keppnishlaupunum og við vorum svona að skiptast á að vinna hvor aðra.  Ég var alltaf pínu vonsvikin að sjá hana á start línunni, það þýddi að ég þurfti aldeilis að hafa fyrir hlutunum.  Í þau skipti sem ég vann hana, þá var það oftast vegna þess að hún fór frekar hratt af stað og átti ekki eins mikið eftir í lokin.  Það var svo í einu Powerade  hlaupinu (hét Aquarius þá :), í miðri Rafstöðvarbrekkunni að ég næ í skottið á skvísunni, negli mig á hælana henni en á ekki alveg nógu mikið inni til að taka af skarið.  Ég er svo komin upp að hlið hennar, þegar hún lítur á mig, brosir fallega og segir 'Flott hjá þér Eva, komaso!'.   Mér dauðbrá og rauk af stað, en það hefði ekki hvarflað að mér á þeim tíma að gera það sama í hennar sporum.  Ég hefði sennilega vonast til að hún fengi hlaupasting dauðans eða eitthvað álíka.

Eftir hlaupið þá var ég mjög mikið að hugsa um þetta.  Hvers lags kjáni var þetta eiginlega að vera eitthvað að hjálpa mér í miðri keppni, þetta stemmdi alls ekki.  En málið var, að þegar hún kom til mín eftir hlaupið og óskaði mér til hamingju með að hafa unnið í þetta sinn, þá sá ég í augunum á henni að hún átti eitthvað verðmætt sem ég átti ekki.  Og mig langaði í svoleiðis.  Langaði meira í það en að vinna einhvern, í einhverju hlaupi...

Í dag geri ég mér fullkomlega grein fyrir því að það er ég sem græði mest ef mér hlotnast tækifæri til að hvetja, aðstoða eða gleðja aðra.  Þannig er það bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu nú mig - ég sit hérna og tárast yfir hverri færslunni þinni á fætur annarri.......

....ef þú bara vissir hvað þú ert búin að vera mikil hvatning fyrir mig.....þó við höfum ekki einusinni hist ennþá!!!

Þegar ég hafði samband við þig og spurði hvort þú gætir aðstoðað mig, bjóst ég jafnvel við því að það kostaði eitthvað að fá þig til þess.....og að ég hefði örugglega ekki efni á því....(fátækur námsmaður)...en svo bara kom ekkert svoleiðis frá þér!!

- TAKK og aftur TAKK....ég á sko pottþétt eftir að láta þetta ganga - þ.e. að hvetja aðra áfram líka - og er reyndar byrjuð á því - vonandi tekst mér eins vel til og þér!!!

góða helgi

kv. Ása Dóra

Ása Dóra (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:22

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni,eins og talað út úr mínum munni.TAKK FYRIR MIG:

Hafdís (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:35

3 identicon

Já....þetta minnir mig á þegar ég hélt að ég væri að keppa við Báru Ketils. Komst upp að hliðinni á henni og hún hvatti mig áfram og svei mér ef hún hægði ekki viljandi á sér svo ég gæti unnið hana. Erum við kannski að tala um sömu manneskjuna?

Sóla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

 Nei, þetta var nú reyndar ekki Bára en alveg trúi ég þessu upp á hana .

Eva Margrét Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Falleg saga hjá þér ;o)

Sigríður Klara Böðvarsdóttir, 21.4.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk, sömuleiðis .

Eva Margrét Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband