Leita í fréttum mbl.is

Error... system overload...

Það kemur fyrir einstöku sinnum, þegar það er sérstaklega mikið að gera í vinnu, fjölskyldu og áhugamálum að ég ætla mér um of og fæ mjög ákveðna vísbendingu um að hafa mig hæga.  Hjá mér lýsir það sér þannig að ég vakna um miðja nótt og það er eins og einhver hafi hellt úr fötu yfir mig. 

Í nótt fékk ég gula spjaldið, kom svo sem ekkert á óvart eftir haug af keppnum, erfiðum æfingum, akút verkefnum í vinnu auk þess að græja guttann okkar norður á N1 mót.  Þar fyrir utan er hugurinn komin af stað í fjallahjólakeppni í Guðmundarlundi annað kvöld, hlaup á Akranesi um helgina, Akureyri næstu helgi, Vestur helgina þar á eftir...

Þá er bara eitt til ráða.  Ég set í low gírinn, hreyfi mig hægt, slaka á og tæli manninn minn með mér í Spa eftir vinnu.  Vorum að koma heim eftir að hafa marinerast í pottunum, farið upp að miðjum lærum í kælikarið, gufast pínu og svo lögðum við okkur í klukkutíma á eftir.  Kósíkvöld og rauðvínstár framundan.

Geri ráð fyrir að vakna betri en ný og til í tuskið í fyrramálið Joyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband