Leita í fréttum mbl.is

Vesturgatan og Bjarkalundur

Heilmikið ferðalag á okkur í gær.  Við byrjuðum daginn á að syngja afmælissönginn fyrir Þórólf og krakkarnir gáfu honum sundskýlu og hjólagrifflur. Við komum svo krökkunum fyrir í pössun hjá barnapíunni okkar og keyrðum á Þingeyri, náðum í skráningargögnin okkar og komum okkur svo að endamarkinu til þess að geta brunað eftir börnunum, eftir hlaup og fyrir verðlaunaafhendingu.  Þetta var allt planað út í ystu æsar en rútan sem átti að ferja keppendurnar lengri leiðina bilaði og allt plan riðlaðist og hlaupunum seinkaði um hátt í tvo tíma.  Við slökuðum bara á, vorum með nægan mat í bílnum og vorum ekkert að stressa okkur.

Hlaupið gekk vel.  Ég var svo heppin að mæta ofjörlum mínum, Anítu litlu Hinriks og mömmu hennar, þannig að ég gat leyft mér að hlaupa útsýnishlaup í rólegheitunum, enda er langt í frá að það sé fullt á tankinum eftir átök síðustu daga og vikna.  Þórólfur varð annar á eftir 13 ára frænda hennar Völu, gott fyrir okkur gamla fólkið að komast á jörðina og vera tekin í nefið af ungviðinu, svakalega flottir krakkar þarna.  Enn einn ótrúlega fallegur dagur, ægifögur leið og minning í safnið. 

Við brunuðum svo beint eftir hlaup inn á Ísafjörð og náðum í börnin sem voru alsæl með vistina hjá henni Særúnu barnapíu og vinkonu hennar, búin að vera úti að leika allan daginn.  Og aftur á Þingeyri í verðlaunaafhendingu.  Mótshaldarar lentu í vandræðum með að klára að vinna úr úrslitum því flögukerfið klikkaði.  Verðlaun fyrir samtals árangur í bæði Óshlíð og Vesturgötu verða send heim þegar búið er að staðfesta úrslitin en við Þórólfur eigum von á flottum verðlaunagrip gerðum úr grjóti úr Óshlíðinni.

Brunuðum í Bjarkalund með smá stoppi í Flókalundi og þar var vel tekið á móti okkur.  Við fengum herbergið hennar Guggu og fengum að skoða herbergið hans Georgs.  Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að við hjónin og svo sem börnin líka vorum öll algjörlega á síðustu bensíndropunum þegar við misstum meðvitund um miðnætti...

Nú erum við komin á ról, búin að fá okkur morgunverð og stefnan tekin á Home Sweet Home!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa ferðasöguna að vestan. Bjarkalundur er bara að verða eins og klipptur út úr bandarískri hryllingsmynd. Sofið í herberginu hennar Guggu (fórnarlambið) og fengum að kíkja í herbergið hans Georgs (morðinginn). Til að toppa heimsóknina er svo (líklega) borðaður hamborgari af steikarpönnunni góðu (vopnið)!!! Þetta er magnað.

Gunnlaugur A. Júlíusson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

he he þindarlausir unglingar, maður á ekki roð í þá!!

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 22.7.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband