Leita í fréttum mbl.is

Saucony 5 km 2009

Við Gabríel vorum vel stemmd fyrir hlaupið í gær.  Lögðum af stað rétt um sjö og ég keyrði smá rúnt um Rofabæinn til að sýna honum leiðina.  Við hituðum upp saman, hlupum út að brú svo hann gæti séð hverni hlaupið endaði.  Þegar við komum aftur upp í Árbæjarþrek þá var minn maður orðin pollrólegur og ekki lengur hræddur um að villast.

Þetta var alveg frábært hlaup fyrir mig.  Mér fannst gaman að mæta á staðinn, var afslöppuð og fín af stað og keyrði eins og ég gat án þess að vera að drepast.  Svona á þetta að vera.  Ég stefndi á að sjá 19 eitthvað og það verður spennandi að sjá hvað tímatakan segir, stoppaði klukkuna aðeins eftir að ég kom í mark og hún sagði 20:01 (kannast eitthvað við þessa tölu...).  Það er greinilegt að ég er þessi týpa sem vill lifa á brúninni!  Var þriðja kona í mark á eftir Fríðu Rún og Veroniku, dolla og brons í aldursflokki.  Staðfestur tími: 19:58 JIBBÍ...

Það sem toppaði nú samt daginn var árangur frumburðarins.  Áður en við lögðum í hann var einhver að spyrja á hvaða tíma hann ætlaði að hlaupa.  Hann hafði ekki hugmynd um það, ég giskaði á rétt undir 25.  Ég var búin að lofa að hlaupa á móti honum eftir að ég kláraði mitt hlaup og fylgja honum í mark.  Ég náði ekki einu sinni að komast aftur að brú, þá sá ég minn mann koma á fljúgandi ferð, mjög einbeittan og ég þurfti að hafa mig alla við að fylgja honum og hvetja.  Hann kom í mark á 23:30, annar í 19 ára og yngri, á eftir Tómasi Zoega.  (Í staðfestum úrslitum kom í ljós að Gabríel var 3. þannig að hann fær brons).  Guttinn var ekkert smá glaður með tímann sinn, silfurpeninginn og það sem skiptir mestur máli: 'Mamma, þetta var GEÐVEIKT GAMAN!'.   Slökuðum vel á í pottinum með hlaupafélögunum eftir átökin og komum alsæl heim eftir góðan dag.

Verð líka að segja smá 'Back to basics' sögu eða svona alls ekki 2007...  

Í ár höfum við gert alveg heilmikið í að púkka uppá húsið okkar.  Við fengum nefnilega aldrei iðnaðarmenn í góðærinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en nú er það ekki lengur vandamál.  Við erum búin að láta pússa upp parketið, skipta um gólfefni þar sem það þurfti og nú síðast vorum við að láta skipta um glugga á allri austur hliðinni.  Við fengum nýjan franskan glugga eins og var upprunalega í húsinu og svo létum við setja svalahurð úr eldhúsinu í staðinn fyrir glugga þar.  Það er svo gaman að sjá breytingarnar og við vorum að ræða það að nú langar okkur til að halda áfram, safna peningum og framkvæma í staðinn fyrir að eyða í dót. 

Við erum túbusjónvarps fólk og t.d. þá ákváðum við að setja flatskjásplön laaannngg aftast í forgangsröðina.  Eins það að fá lítinn flatskjá í eldhúsið, en það var pínu freistandi til þess að geta fylgst með því sem er að gerast í heiminum, með tvö börn og æfingaprógramm eins og okkar þá erum við ekki komin í ró inn í stofu fyrr en í fyrsta lagi hálf níu.  Á leiðinni heim úr klippingu í gær (var þess vegna á bíl aldrei þessu vant) rak ég augun í Notað og Nýtt búð í Mörkinni og ákvað að kíkja í gamni, var svona aðallega að spá í hvort ég sæi sjónvarpsskenk sem myndi henta okkur.  Rak þá augun í nokkur sjónvörp út í horni, ekki flatskjái heldur gömul túbusjónvörp.  Þau voru í nokkrum stærðum og viti menn eitt var pínulítið, með loftneti, akkúrat passlegt í hornið á litlu gamaldags eldhúsi!!!  Og hvað kostuðu svo herlegheitin?  5000 kall Grin.  Frúin er alsæl með pening í banka og sjónvarp í eldhúsinu, lifi hagsýnin!

Sjónvarpið
Bara töff!
Franskir gluggar

Franski glugginn okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agga

Ekkert smá flottir tímar! ... og gluggi :)

Agga, 18.9.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Mér finnst gaman á brúninni.  En ég þoli ekki þegar hlaupatölurnar mínar eru svona rétt yfir, fór á 21:03.  Ég vil hafa annað hlaup í næstu viku og klára þetta :)

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 18.9.2009 kl. 19:23

3 identicon

Vá, flott mæðgin!

Krúttlegt sjónvarp:)

Ásta (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:24

4 identicon

Frábært hjá ykkur - og flottar breytingar - skemmtilegt sjónvarp... ;o)

Ása Dóra (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband