Leita í fréttum mbl.is

Sprettir, meiri sprettir og þrek

Hreyfði mig fyrir allan peninginn í gær.  Hjólaði í og úr vinnu en það eru rétt tæpir 15 km samtals.  Í hádeginu þá var sprettæfing hjá vinkonu minni sem er á sub 50 prógramminu.  Það og brjálæðislega gott veður gerðu það að verkum að ég stóðst ekki freistinguna, varð að komast út og viðra mig, gat þá í leiðinni aðstoðað við sprettina.  8 km lágu í valnum, þar af 5 á 4:40 pace. 

Sprettæfing hjá ÍR beint eftir vinnu, 5 km upphitun, 6 * 600 m sprettir á grasinu í Laugardalnum (enduðu upp brekku...) með tæplega mínútu labbi á milli.  ERFITT.  Hrikalega gaman að æfa með svona góðum stelpum, það er ekkert gefið eftir og maður þarf að hafa sig allan við að halda í við þær!  Eftir sprettina var farið í þrekhring 3 * (10 froskahopp/10 bangsahopp/20 magaæfingar/10 armbeygjur), sprett á milli stöðva.  Eftir þetta lufsuðumst við hjónin smá hring í Laugardalnum áður en við kvöddum hópinn og komum okkur heim.  Dagurinn gerði þá tæplega 15 km hjól og rúmlega 20 km hlaup. 

Ég var búin að taka út fisk í matinn og það var ekkert verið að krúttast við að elda, henti bara fisknum í pott, hann sauð á meðan ég fór í sturtu og svo var gúffað eins og villimaður.  Þegar fór að róast hjá okkur og litla skottið komin í rúmið bakaði ég tvö (lífsnauðsynleg) All Bran brauð því ég sé fram á að með áframhaldi á þessu æfingaálagi þá þarf ég að bæta aðeins við næringuna.

Dásamlegt að kúra í sófanum eftir langan dag, með Gabríel á lærinu, prjónana í höndunum og rauðvínstár innan seilingar...  Þórólfur var að mála annars hefði hann verið hjá okkur Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekkert smá dugleg en er með eina spurning, hvað eru bangsahopp?

Snjólaug (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Þá stendur maður aðeins gleiður og beygir sig niður, snertir jörðina með höndunum og hoppar svo upp og teygir hendurnar út/upp...mjög bangsalegt .

Eva Margrét Einarsdóttir, 29.9.2009 kl. 12:11

3 identicon

hmm.. væriru til í að deila þessari all-bran brauðs uppskrift með mér ?

kv.

Helen

Helen (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband