Leita í fréttum mbl.is

Langt og mjótt

Í dag fórum við hjónin í lengsta hlaupatúrinn okkar í margar vikur.  Ég hef reyndar ekki hlaupið svona langt síðan í hálfa járnkarlinum, hef látið 12 - 14 km duga.  Lögðum af stað í blíðunni í morgun og hlupum niður í bæ, tókum 10 km RM hringinn og heim aftur, en þetta gerðu 18,74 km.  Svona hlaup heitir 'Langt og mjótt' hlaup heima hjá mér, maður verður svo svakalega slank á eftir.  Við stefnum á að vera með í paraþoninu í lok október þannig að ekki veitir af því að lengja aðeins.  Það er skemmst frá því að segja að við vorum við eins og aumingjar síðustu km, alveg búin á því og rétt skriðum heim í brunch, gátum ekki beðið eftir að henda okkur í bólið á meðan Lilja lagði sig... Shocking.

Á fimmtudagskvöldið var date-night hjá okkur Þórólfi, þ.e. við vorum með barapíu og gátum skotist út.  Það var skipulagsdagur í skólunum hjá krökkunum á föstudaginn og frí, við ákváðum þess vegna að breyta aðeins til í þetta skiptið.  Þórólfur bauð Gabríel í bíó á strákamynd, sem þýddi að ég átti fríkvöld og mátti ákveða alveg sjálf hvað ég gerði!!!    Ég var heillengi að ákveða mig, hver veit hvernær næsta tækifæri kemur... og á endanum fann ég út hvað það var sem mig langaði mest til að gera. 

Það var að heimsækja eina af mínum bestu vinkonum, sem ég var að vinna með í mörg ár og eyddi meiri tíma með, en manninum mínum og börnum á tímabili.  Svo skipti ég um vinnu og einhvern veginn þá ætlum við alltaf að hittast í kaffi eða eitthvað og ekkert gerist.  Ég boðaði komu mína í kvöldkaffi og við vorum báðar eins og smástelpur að deyja úr spenningi að hittast.  Hún var meira að segja búin að kveikja á kertaljósum, taka fram súkkulaði ostaköku og fullt fat af niðurskornum ávöxtum, mmmmm...   Svo sátum við með prjónana okkar og möluðum látlaust í tvo tíma, þangað til að ég þurfti að sækja strákana mína.  Erum búnar að plana matarboð hjá mér í byrjun nóvember til að halda áfram þar sem frá var horfið.

Var að klára að prjóna trefil sem ég fékk uppskrift af hjá prjónandi hlaupakonum í ÍR.  Gabríel tók að sér að vera módel Joyful:

2009 10 Trefill

Uppskrift:

Fitja upp 150 lykkjur á t.d hringprjóna nr.4.5 
Prjóna fram og til baka 4X , þá auka út um 150 lykkjur
Prjóna svo aftur fram og til baka 4X, þá auka aftur um 150 lykkjur
Endurtekið þangað til að eru 1200 lykkjur sem gera 7X
Fellt síðan af og lagt fallega að hálsi og borið með þokka :)
Í þetta má nota hvaða fína garn sem er t.d. einband og færeyska ull sem fæst á Ísafirði. Hægt að hringja í búðina sem heitir Heitt á prjónunum. :)
Ég sjálf notaði Dale Baby ullargarn því mér finnst ekki gott að hafa eitthvað sem klæjar of mikið um hálsinn Wink.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agga

Flottur trefill ... nú veit ég hvað verður næst á prjónunum hjá mér :)

Agga, 4.10.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já gleymdi að segja að ég prófaði að gera göt þar sem aukningin er (slá bandinu yfir prjóninn í staðinn fyrir að taka upp lykkju), af því hún er alveg regluleg, þá kemur það vel út .  Ég er að gera annan gráan núna án gata, það er líka flott.

Eva Margrét Einarsdóttir, 4.10.2009 kl. 15:14

3 identicon

Flottur, ég hef prjónað úr færeysku ullinni, hún er svakalega mjúk og manni klægjar ekki. Get alveg farið í búðarleiðangur ef þú vilt

Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband