Leita í fréttum mbl.is

1/2 Haustmaraþon FM 2009

Það var tvísýnt um að ég kæmist í hlaupið, búin að vera lasin síðustu daga, full af kvefi, sár í hálsinum en ekki með hita, sem þýðir að ég var í vinnunni...  Ákvað nú samt að hafa allt opið og náði í gögnin mín á föstudaginn, ákvörðun skyldi tekin að morgni keppnisdags.  Það var bara ekki hægt annað en að kýla á þetta, þvílík og önnur eins blíða, það er ekki hægt að biðja um betra veður.  Þar fyrir utan var þetta fyrsta/eina hálf maraþonið mitt á árinu, ég missti af vorþoninu vegna meiðsla og hef frekar valið að hlaupa stutt í sumar.

En alla vega, var bara nokkuð spræk á startlínunni og hlakkaði til að rumpa þessu af.  Birna Varðardóttir tók forystuna í upphafi en áður en langt um leið vorum við þrjár í hóp sem hlupum saman.  Þetta er í fyrsta skipti á mínum keppnisferlil hérna heima sem ég lendi í svona aðstæðum, þ.e. frábærri keppni sem dregur fram það besta í manni.  Við skiptumst á að halda uppi hraða, um leið og ein slakaði aðeins á þá var önnur komin í gírinn.  Alveg magnað.  Eftir 16 km var ég orðin vel lúin og sá ekki fyrir mér að vinkonur mínar myndu gefa sig.  Ég fór að reikna út á hvaða tíma við myndum enda og skildi ekkert í því en sá að þetta yrði í kringum 1:34...  Þar sem ég sá hvorki fram á persónulegt met, né að geta náð sæti þá dró enn frekar úr mér þarna og ég seig töluvert aftur úr stelpunum.  Þegar 3 km voru eftir gerði ég mér grein fyrir að ég hafði misreiknað mig um 1 km og jú, ég átti ennþá séns á að slefa undir 1:30!!!   Ákvað að hysja upp um mig og gefa allt sem ég átti í að klára þetta.   Ekki lítið glöð þegar sá klukkuna og sá að ég gæti ekki klúðrað þessu, lokatíminn 1:29:40, jibbííí...

Tengdapabbi og Lilja mín tóku á móti mér í markinu, 'Áfram, mamma!!!'.   Eftir niðurskokk og sturtu var hópnum mínum boðið í gourmet brunch hjá þjálfaranum, þar sem farið var yfir daginn, framtíðarplönin og allt milli himins og jarðar.   Mamma og pabbi voru svo búin að bjóða mér og krökkunum í kvöldmat, þvílíkur lúxus dagur.   

Þórólfur er í vinnuferð í Köben og var frekar leiður að missa af hlaupinu og tilbehör.  Það bætti úr skák að hann fann keppnishlaup þar um helgina.  Hann ætlar að hlaupa 10 km, spennandi að sjá hvernig það fer! 

Úrslitin komin frá Köben.  Þórólfur varð 11. í heildina á 37:04.  Honum fannst mjög gaman að taka þátt í þessu hlaupi og var bara mjög sáttur, þó svo hann hafi stefnt á bætingu, því það var töluvert mikill vindur á keppnisdag.  

p.s. ef einhver er að furða sig á tímanum sem færslan er sett inn þá sit ég hérna í fullkominni kyrrð, með panodil hot og snýtubréf...  Gafst upp á að geltinu í sjálfri mér Woundering.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétti af tímanum í gegnum manninn minn...correct me if I'm wrong...en er þetta ekki besti tíminn þinn í hálfmaraþoni?

Sóla (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Sigrún Þöll

ohh þú ert alltaf svo flott! :)

Til lukku með árangurinn :)

Láttu þér nú batna... sjáumst vonandi á morgun við kaffivélina :)

Sigrún Þöll, 25.10.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Júbbs, besti tíminn minn .

S.Þ.  Ekki viss um að ég komi á morgun, er drullu lasin...  En hver veit, kannski vakna ég eldspræk í fyrramálið.

Eva Margrét Einarsdóttir, 25.10.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband