Leita í fréttum mbl.is

Spretta hungur

Engin æfing á fimmtudag og föstudag, rólegheit á þriðjudag og miðvikudag, afleiðingin mikið hungur eftir góðri æfingu.

Það er líka svo gott að komast út og taka vel á því þegar maður er búin að vera á tveggja daga 'hard core' Dale Carnegie námskeiði sem krefst þess að maður fari stöðugt LANGT út fyrir sitt 'comfort zone', díhhhh...  Kom heim eins og barinn rakki!

En alla vega, hittum ÍR-inga við Seltjarnarneslaugina í morgun og eftir góða upphitun tókum við 3 * 1700 m hring sem innihélt 3 mislanga spretti, endaði á brekkuspretti upp Bakkavörina.  Eftir það var farið beint í 6 * brekkuspretti upp Bakkavörina.  Hrikalega góð æfing og ég fann mig mjög vel, var ekkert langt á eftir strákunum.  Samtals ca. 16 km.

Eftir æfingu fórum við í brunch hjá henni Sibbu.  Tengdapabbi skutlaði krökkunum til okkar í herlegheitin og við gæddum okkur m.a. á nýbökuðu döðlubrauði og ávaxtasalati, nammi namm.  Fékk uppskriftina af brauðinu og ætla að baka á morgun. 

Restin af deginum fór í að gefa góðum gestum kaffi og prjóna svolítið, er orðin spennt að klára nýjustu peysuna mína.  Farin að prjóna og hvíla mig fyrir 25+ í fyrramálið, yeeehawwww...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kraftur í kellu! En Dale Carnegie? Gætirðu ekki kennt á því námskeiði?

Sóla (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:20

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Nei suss ég var eins og algjör kjúlli, skjálfandi á beinunum...  Ég er bara soldið góð í að sýnast yfirveguð .  Lærði alveg fullt af praktískum hlutum sem ég á pottþétt eftir að nýta mér í framtíðinni.   Plús að ég kynntist frábæru fólki úr vinnunni sem ég þekkti ekki áður. 

Eva Margrét Einarsdóttir, 23.11.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband