Leita í fréttum mbl.is

Glennukvöld

Ég er södd!  

Sigrún bauð okkur Glennum til sín í kvöldmat og franska súkkulaðiköku í gærkvöldi.  Sigurjón sá um eldamennskuna og fær toppeinkunn.  Sigrún stóð sig ekki síður í bakarahlutverkinu og bauð uppá þeyttan rjóma og fersk jarðarber með frönsku súkkulaðikökunni.  Fullkomið.  Við vorum sammála um það að síðustu vikur, núna þegar æfingaálagið hefur aukist, þá erum við sísvangar og höfum þyngst aðeins ef eitthvað er.  En núna er ég sem sagt orðin södd. 

Eftir matinn rúlluðum við okkur yfir í sófann og á sófaborðinu var stærsta nammiskál sem ég hef séð (hægt að nota sem ungbarnabað...) og þegar á reynir bregst maður ekki skyldum sínum.  Lagði mitt af mörkum og vel það.

Þegar hér var komið við sögu rifum við okkur úr fötunum og fórum að máta maraþon keppnisgallana okkar sem voru að koma glóðvolgir frá Amríku.  Við Glennurnar erum nefnilega með styrktaraðila.  Sama hvernig fer hjá okkur í hlaupunum, þá er alveg pottþétt að við eigum eftir að looka vel!!!

DSC 0379
Glennum raðað í stærðarröð...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enga óþarfa pressu á Þórólf hvað eldamennsku varðar! Annars eru petit buxurnar hérna hjá mér ef þig vantar þær

Sigrún (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:24

2 identicon

Þetta var alveg rosalegt át þarna hjá Sigrúnu! En heyrrrru..hvað ertu annars há? Ég var að enda við að ljúga einhverju á blogginu mínu:-)

Sóla (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband