Leita í fréttum mbl.is

Læri, læri..

Við erum með hrikalegar harðsperrur í lærunum eftir gærdaginn! 

Er búin að eiga svona ofurkonu dag, skil núna hvernig hægt er að afkasta svona miklu eins og sumir (ÁSTA) á einum degi. 

Lilja spratt á fætur klukkan sex og ég tók vaktina.  Fyrir klukkan átta vorum við búnar að kúra saman í sófanum, borða hafragrautinn, lesa nokkrar bækur, borða kornflex, setja í eina þvottavél, baka vöfflur fyrir Gabríel, prjóna heilmikið og horfa á Dodda.  Þórólfur var ræstur hálf níu og þá fór ég í ræktina á harðakani því klukkan tíu byrjaði badmintonmót hjá Gabríel í TBR.  Guttinn stóð sig með prýði og vann alla leikina nema einn.  Smá blundur með Lilju eftir mótið og svo kom tengdapabbi að hjálpa Þórólfi að mála nýju svalarhurðirnar okkar.  Klukkan er ekki orðin þrú og ég er meira segja búin að renna einn blogg hring (Lilja sefur ennþá Grin ). 

Lykillinn er bara að vakna fyrir allar aldir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega

Ásta (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:06

2 identicon

The early bird catches the worm!

Sóla (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband