Leita í fréttum mbl.is

Húsmæðraorlof

Tók mér frí á föstudaginn, bara ég ein með sjálfri mér.   Þórólfur var á kafi í vinnunni og passaði ekki fyrir hann að taka frídag.  Ég hjálpaði við að koma krökkunum í skóla og pössun og svo settist ég niður með kaffibollann minn og blaðið og dæsti af ánægju.  Átta tímar framundan, ekkert hlaup og ekkert sem ég þurfti að gera, þvílíkur lúxus.

Eftir morgunkaffið fór ég í sund í nýja skvísubikiníinu mínu, synti í fyrsta skipti í marga mánuði og lá svo eins og klessa í heita pottinum á eftir, í sólinni.  Eftir sundið fór ég í klukkutíma nudd og kom út endurnærð og fín.  Kom aðeins við heima hjá mömmu og pabba og gerði klárt fyrir heimkomu þeirra frá útlöndum.  Heima hjá þeim er þessi fíni hægindastóll og áður en ég vissi af var ég komin í dúnsokka af mömmu, undir teppi og lagði mig í svona klukkutíma.  Fór svo í nokkrar búðir og dinglaði mér áður en ég sótti Lilju og lífið varð aftur eins og það á að vera Grin.

Í morgun fórum við á æfingu með Laugaskokki.  Við erum farin að hlaupa okkur niður og í dag voru 'bara' 19 km á dagskránni.  Fyndið samt að þegar maður veit að maður er að fara laaaangt þá er það ekkert mál, en í dag þá vorum við svo góð með okkur, bara 19 iss piss...  Mér fannst þessir 19 bara mjög langir 19 og var fegin að koma heim til mín!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er öfundsjúk

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:35

2 identicon

Flott hjá þér að taka svona dag og hvíla þig. Og það er ótrúlegt hvað maður verður þreyttur þegar kemur að hvíldarvikunum og hvað svona 19 km geta verið eitthvað langir. En svo lagast þetta sem betur fer aftur og allt verður klárt 18 maí...

Hafdís (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ekki spurning, við mössum þetta í Köben stelpur!

Eva Margrét Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband