Leita í fréttum mbl.is

Yfir og út

Jæja komið að því að binda slaufu á Köben ævintýrið.   Við fórum út að hlaupa í fyrsta sinn eftir þon í dag og allt eins og það á að vera.  Tökum því rólega næstu vikuna og svo er bara að komast í rútínuna aftur.  Hlakka til að fá minn venjulega skammt af hreyfingu og endorfíni.  En smá samantekt á undirbúningi okkar fyrir hlaupið, margir að spyrja hvernig við gerðum þetta.

Við ákváðum að skella okkur í Köben maraþonið seint síðasta haust og skráðum okkur þá og gengum frá hóteli.  Í framhaldinu fór ég að skoða prógrömm á netinu og hafði þá nokkur atriði í huga.  Í fyrsta lagi vildi ég ekki of langt prógramm, ekki lengra en 12 vikur því fyrir mér var áríðandi að prógrammið væri ekki svo langt að ég myndi missa fókus eða fá hlaupaleiða.  Í öðru lagi þá þurfti að falla vel að okkar lífi með börnunum okkar, þ.e. ekki að taka of mikinn tíma.   Í þriðja lagi þá þurfti það að vera þannig að ég hafði trú á að það myndi skila árangri.  Ég fann tvö prógrömm sem uppfylltu þessi skilyrði, við skoðuðum þau bæði vel og völdum þetta

Vikurnar áður en við byrjuðum á prógramminu notaði Þórólfur til að ná sér alveg góðum af hlaupameiðsum í kálfanum, sleppti því að keppa og var hjá sjúkraþjálfara.  Við vorum alveg með það á hreinu að það væri grundvallaratriði að vera stríheill áður en við byrjuðum á prógramminu.  Ég var í góðu lagi og notaði tímann til að undirbúa mig með því að ná upp meiri hraða og byrja á að lengja hlaupin hjá mér um helgar.

Þegar komið var að því að byrja á prógramminu, 1. mars, þá settum við tímana okkar inní Hlaupareikni til að sjá hvaða tíma væri raunhæft að stefna á.  Við lögðum upp með að hlaupa á 3:15 og miðuðum æfingarnar til að byrja með við það.  6 æfingar í viku í 11 vikur.  Langar æfingar um helgar, bæði laugardag og millilöng sunnudag á maraþonpace, styttri æfingar í miðri viku, rólegar eða sprettir/tempó.  Ég held að samsetningin á prógramminu sé bara mjög góð en ég hef sérstaklega mikla trú á æfingunum á maraþonpace.   

Ég missti ekki úr eina einustu æfingu, Þórólfur missti úr tvær æfingar í veikindum.  Við náðum að klára allar æfingarnar okkar eins og þær voru í prógramminu, þ.e halda pace.  Á tímabilinu kepptum við 5 sinnum, ég bætti tímann minn í hálfu maraþoni, tvíbætti tímann minn í 10 km og bætti tímann minn í 5km á þessu tímabili.  Ég uppfærði tímana mína í hlaupareikninum og þegar verulega var farið að nálgast hlaup þá sá ég að það væri raunhæft fyrir mig að reyna við 3:10 og planinu var snarlega breytt í samræmi við það.

Fyrir utan hlaupaæfingar voru stundaðar stífar andlegar æfingar Wink.  Þórólfur hafði áður lent í vandræðum í sínum maraþonum og við unnum sérstaklega í því að laga það.  Við mættum oft dauðþreytt á æfingar eftir vinnu og vökunætur með Lilju en við gátum alltaf klárað okkar og sannfærðum okkur þá um að óþreytt gætum við rúllað þessu upp. 

Við spáðum í allt sem gæti komið uppá og hvernig við ætluðum að bregðast við.  Hvað ef þú klikkar, ég klikka, verðrið klikkar...   Við vorum með plan b, c, d, o.s.frv.   Við æfðum okkur að hlaupa í keppnisskónum og keppnisgallanum.  Við spáðum í mataræði og borðuðum fullt af hollum mat, ekkert duft.  Ég tók Omega 3 en Þórólfur tók lýsi og steinefni síðustu 10 dagana.  Við æfðum okkur að taka gel á löngum æfingum og borðuðum alltaf sama matinn.  Við vorum svo 'anal' í þessu að við tókum með okkur matinn sem við vorum vön að borða (beygla með hnetusmjöri og sultu fyrir mig, hafragrautur með banana fyrir Þórólf) og vinir okkar gátu nú ekki annað en gert grín að okkur þegar við mættum í hrikalega flott morgunverðar hlaðborð með nesti...  Fyrir hlaupið var Þórólfur búin að ákveða hvar við tækjum inn gel og hann stjórnaði því eins og herforingi.

Í hlaupinu gerðum við svo nákvæmlega það sem við lögðum upp með.  Pössuðum uppá pace-ið af mikilli nákvæmni, vorum snögg að drekka á drykkjarstöðvum, vorum búin að opna gel bréfin í tíma fyrir inntöku, minntum hvort annað á að njóta, reyndum að finna/segja eitthvað fyndið, hrósa hvort öðru og pössuðum bara að vera algjörlega fókuseruð.  Við hlupum bæði með negative split, seinni helmininn hraða en fyrri helminginn, en það er rosa flott sko...

03:09:18Thorolfur ThorssonLaugaskokk03:10:2701:34:5501:34:22

03:09:47Eva Margrét EinarsdóttirGlitnir03:10:5501:34:5501:34:51
 

Þá er uppskriftin komin eins og hún leggur sig...

Það er bara það mikilvægasta í þessu öllu saman (því miður fyrir ykkur) sem ég get ekki deilt með ykkur og það er besti hlaupafélagi í heimi, hann er frátekinn InLove.

Að lokum þá finnst mér ég verða að minnast á hvernig var tekið á móti okkur Oddi í vinnunni, félaga mínum sem hljóp líka í Köben.  Við fengum afhenta glæsilega viðurkenningu og með þessum skilaboðum.

Um síðustu helgi náðu tveir starfsmenn þeim merka áfanga að hlaupa maraþon á innan við 4 klst. Það sem merkilegra er að þessir tveir starfsmenn settu það sem persónuleg markmið sín í upphafi árs að ná þessum áfanga. Markmiðin  voru í senn vel skilgreind, mælanleg, raunhæf, árangursdrifin og tímasett. Í ofanálag voru þau mjög krefjandi.

 

Oddur Kristjánsson setti sér það markmið að ná að hlaupa maraþon á innan við 4 klst sem hann náði með glæsibrag.

Eva Margrét Einarsdóttir setti sér það markmið að vera innan við 3 klst og 15 mín ef ég man rétt, hún hljóp á 3:09

 Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að setja sér markmið og vinna markvisst í átt að þeim.  

Til hamingju bæði tvö.

 

 

DSC06083

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað næst?  Tíu km undir fjörutíu, Laugaveginn á sub-6? 

Börkur (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Nákvæmlega!

Eva Margrét Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 08:58

3 identicon

Þetta líst mér vel á !

Börkur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:34

4 identicon

Til hamingju Eva og Þórólfur ótrúlegir tímar hjá ykkur. Það er gaman og gott að geta gert svona hluti saman og ná markmiðum sínum. Ég efast ekki um að Eva fer undir 40 mín  í 10 km í sumar það er bara spurning hvenær. kveðja Hafdís

hafdís (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:55

5 identicon

Vá frábær árangur hjá ykkur hjónunum - innilega til hamingju með þetta :D

Birna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband