Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju!

Reykjavíkurmaraþon, á þessum degi samgleðjumst við öllum þeim sem taka þátt í sportinu sem er okkur svo mikilvægt og það er engu líkt að vera innan um ótrúlegan fjölda sigurvegara.  Sérstaklega til hamingju allir sem þurftu að taka sér tak til að vera með en gerðu það samt, létu vaða! 

Fyrir okkur voru hápunktar dagsins að fá að hlaupa með börnunum okkar og mömmu minni, en þau sáu um bætingarnar í ár.  Gabríel hljóp 3 km á 15:18, mamma á 22:47 (bætti sig um 5 mínútur frá því í fyrra!!!) og Lilja rúllaði upp fyrsta Latabæjarhlaupinu með dyggum stuðningi mömmu sinnar.

Latabæjarhlaup

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

krúttlegt að sjá ykkur mæðgur (eldra settið) hlaupa saman í RM.

Takk fyrir frábæran fyrirlestur á föstud.kvöldið. Sat í mér þetta að maður getur breytt ýmsu og bætti sig í svo mörgu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:29

2 identicon

Takk fyrir frábæran fyrirlestur á föstudaginn. Gaman að þið skylduð öll fjölskyldan koma og borða með okkur í gærkvöldi.

Bogga (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:07

3 identicon

Ég missti því miður af fyrirlestrinum vegna óviðráðanlegra aðstæðna en gaman væri að fá power point showið sent í tölvupósti. Til hamingju með flott hlaup og alltaf gaman að sjá þig brosa út að eyrum í hlaupum!

Sóla (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðrún Lauga Ólafsdóttir

Takk fyrir fyrirlesturinn á föstudaginn Eva, hann var mjög góður. Ég var reyndar svo mikið að hugsa um hann á leiðinni heim að ég lenti næstum í árekstri. En sem betur fer slapp það til :o)

PS. Væri gaman ef þú settir inn á síðuna listann yfir öll litlu atriðin sem þú ferð eftir.

Guðrún Lauga Ólafsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:39

5 identicon

Til hamingju með fjölskylduna.  Yndislegar myndir.  Já, ég segi eins og Sóla, ég væri sko til í að fá fyrirlesturinn beint í æð fyrst maður missti af honum.

Ásta (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:03

6 identicon

Ég komst því miður ekki á fyrirlesturinn en væri svo til í að sjá/heyra um öll gullkornin sem þú lumar á.

Valdís (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 20:08

7 identicon

Takk fyrir fyrirlesturinn Eva. Því miður náði ég ekki að hlusta á hann til enda. Það var sérstaklega gaman að heyra hvernig hlaupin hafa breytt öllum nálgunum og hugarfari. Búið að byggja upp hugarfar sigurvegarans í stað þess að láta veður og vinda stjórna ferðinni.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:04

8 identicon

Já þetta var snild, ég þarf að fá litlu leyndarmálinn á ísskápinn við hliðina á geðorðunum kv. vala

hvala svala (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir hlý orð og þetta hvetur mann heldur betur áfram.  Ég lifi á þessu í kvöld þegar ég tekst á við nýja áskorun, pjúfff...    En hmmmm kannski læt ég útbúa svona segul, þá verður það jólagjöfin frá mér í ár .

Eva Margrét Einarsdóttir, 27.8.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband