Leita í fréttum mbl.is

Þríþraut Árbæjarþreks 2008

Vorum stútfull af orku eftir sumarbústaðardvölina, skrúfuðum saman fataskápana sem biðu hérna heima eftir okkur í gærkvöldi og í dag var það glæný áskorun, Þríþraut Árbæjarþreks, takk fyrir.

Þríþrautin var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Árbæjarþreks, fengum tilkynningu í pósti í vikunni og vorum svona að spá í að vera með en gátum einhvern veginn ekki ákveðið okkur, Þórólfur var nú samt spenntari fyrir þessu en ég.  Fengum svo pössun hjá afa Þór í morgun og drifum okkur af stað. 

Þríþrautin samanstóð af 500 m sundi, 10,2 km hjól og 3,2 hlaup á eftir.  Það mættu 8 karlar og 3 konur til leiks.  Við stelpurnar syntum saman á braut og ég tók forystuna strax.  Ég synti bringusund, þó ég geti svo sem synt skriðsund þá fer öndunin oft í stöppu þegar adrenalínið kikkar inn.  Var sem sagt aldrei þessu vant ekki síðust upp úr lauginni sem er náttúrulega sigur út af fyrir sig, held reyndar að einn karlinn hafi líka verið á eftir mér!

Var búin að plana skiptinguna vel, henti mér í peysu, sokka, hlaupaskó, hjálm og hanska og rauk af stað.  Á hjólinu upplifði ég smá sigur líka því áður en leið á löngu þá sá ég glitta í skottið á elskunni minni og það eru tíðindi því hann rústar mér yfirleitt á hljólinu.  Dró á hann alla leið og var komin í hælana á honum í lokin enda maðurinn með gríðarlegt aðdráttarafl Tounge.  Fyrir hann að sjá í mig var líka hvatning og hann reykspólaði af stað í hlaupið.

Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir tilfinninguna að hoppa af hjóli og hlaupa af stað.  Lappirnar eru eins og úr gúmmíi og manni finnst maður ekki komast úr sporunum.  Ótrúlega þungt og erfitt.  Óskar sem hefur verið að keppa við hann Þórólf í Powerade náði mér á hlaupunum og flaug fram úr mér.  Hann var greinilega með karlinn í sigtinu en þegar á leið sá ég að minn maður bætti í og hélt forskotinu.  Ég náði svo einum á hlaupunum og var fyrsta skvísa í mark. 

Það er alveg ótrúlega gaman og hrikalega erfitt að keppa í þríþraut.  Eftir á fær maður svona ofurmenna fíling dauðans því manni finnst maður geta allt.  Erum ennþá pínu þannig núna og finnst þríþrautin voðalega göfug íþróttagrein Grin

Vegleg verðlaun hjá honum Begga í Árbæjarþreki, fékk þennan líka flotta bikar og Powerade.  Úrslit og myndir eru væntanleg á síðunni hjá honum.  Eftir þrautina var okkur svo boðið í afmælisveisluna í Árbæjarþreki en þar var á boðstólnum 10 metra löng súkkulaðikaka, brauð og meðlæti, snúða, vínarbrauð og ég veit ekki hvað og hvað.  Fórum þreytt, södd og alsæl úr Árbænum, þetta er sko lífið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög spennó. Einhverntíma ætla ég að vera með í þríþraut.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:43

2 identicon

Sæl Eva. Ég heiti Hrund og er blaðamaður á Vikunni. Ég hef reynt að hringja í þig síðustu daga en ekki náð í þig og þætti mjög vænt um ef þú vildir hringja í mig í síma 8681325. Bestu kveðjur!

Hrund Þórsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:46

3 identicon

Sæl Eva og til hamingju með þrautina. Hefurþú sérð eða veist þú um siðuna þar sem timarnar eru birt?

Corinna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ég hef ekki ennþá séð úrslitin birt.  Ég myndi halda að þetta færi inn á http://www.triceland.net/  eða heimasíðu Árbæjarþreks.  Ég myndi nú alveg gefa þessu nokkra daga .  Sé þetta ekki komið í vikulok fer ég að rukka um þau.

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 13:55

5 identicon

Noh...þú ert bara á fullu að reyna að forðast blaðamennina...múhúhúhúhaaaaaaaaaa. En til hamingju með sigurinn í þríþrautinni. Það er sigur út af fyrir sig að vera ekki síðust upp úr lauginni. Sundið er einmitt það sem ég hræðist mest í sambandi við þríþrautina. Í hvaða sæti lenti svo Þórólfur?

Sóla (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Röð keppenda í þríþrautinni, án ábyrgðar...

1. Dagur Egons, 2. Trausti Vald, 3. Rémi, 4.  Ívar (hjólari), 5. Hartmann, 6. Þórólfur, 7. Óskar, 8. Eva, 9. Þórhallur, 10. Adda, 11. Elín.

Eva Margrét Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband