Leita í fréttum mbl.is

Just do it...

Já, já ég var með, dugleg stelpa Smile.

Fínar aðstæður í Laugardalnum, logn og raki í lofti.  Það var 400% betri mæting en í fyrra, vorum 5 stelpur sem stilltum okkur upp á startlínunni, Fríða Rún, Hrönn, Birna, Jóhanna og ég.   Fríða Rún tók forystuna frá upphafi sem kom engum á óvart.  Ég hljóp allan tímann í góðum félagsskap með Hrönn sem pacer og Birnu til að halda mér við efnið.  Hlaupið gekk ótrúlega vel miðað við ástandið á gömlu konunni og þetta rúllaði nokkuð þægilega ef hægt er að nota það orð... 

Laugaskokkarar á hliðarlínunni voru alveg frábærir í hvatningunni og þegar kom að endaspretti þá voru þeir ómetanlegir.  Á síðasta hring gaf Birna í og fór að anda óþægileg mikið ofan í hálsmálið á mér, þegar hundrað metrar voru eftir og hún var enn fyrir aftan mig þá var þetta komið, hysjaði upp um mig og kláraði.  Ég átti ekkert inni eftir hlaupið og var þar af leiðandi mjög sátt.  Úrslitin voru þá þannig að Fríða Rún hljóp á ~ 18:38, Hrönn önnur á 20:00:99 og ég náði að krækja í bronsið á 20:02.

Þórólfur hljóp eins og engill í erfiðum karlaflokki á 38:18 sem er hans besti tími í 10.  Við Lilja hrópuðum og klöppuðum eins og mest við máttum og vorum svo stoltar af honum.  Eins og alltaf, frábær upplifun sem við hefðum ekki viljað missa af. 

Krakkarnir komnir í bólið, karlinn að fá sér í svanginn og frúin að dreypa á rauðvínstári, mmmmm gott.

P.s.  Bara ef einhver fer að spá í þessar tvær sekúndur...  Þrem mínútum fyrir hlaup dó úrið mitt en ég var búin að stilla það þannig að ég sæi heildartímann til hliðar og síðasta lap sem aðalval.  Nú voru góð ráð dýr, því Þórólfur var fjarri góðu gamni og gat ekki reddað mér.  Fékk lánaðan garm hjá áhorfanda en hann var stilltur þannig að ég gat bara skoðað núverandi lap tíma, um leið og ég lappaði hvarf tíminn og ég sá hvergi heildartímann.  Þannig að... eftir fyrsta hring hætti ég að spá í klukku og hljóp eftir minni Tounge.

klukkan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með ykkur tvö. Það var gaman að upplifa það aftur að vera svona á hliðarlínunni í alvöru brautahlaupi alltaf viss stemming sem fylgir því að fara á völlinn að hvetja

Bogga (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:54

2 identicon

Gott hjá þér að skella þér bara og vera með. Til hamingju bæði!! Vildi að ég hefði getað séð ykkur - vara bara búin að lofa mér annað:-)

Sigrún (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:52

3 identicon

Glæsilegt hjá þér og til lukku!!!!!!

Hildur Laugaskokkari (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:54

4 identicon

Ok - nú skil ég afhverju þú svaraðir ekki í símann rétt fyrir kvöldmat í gær... Til hamingju, flottust!

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:21

5 identicon

Takk fyrir geggjaða keppni í gærkvöldi og enn og aftur til hamingju! Það var virkilega gott að hafa þig til að elta, ætlaði nú reyndar að ná þér þarna í lokin..ehemm :)

Þetta var snilld ;)

Birna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:43

6 identicon

Frábært hjá ykkur hjónum eins og endranær.  Til hamingju með þetta.

Ásta (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 18:20

7 identicon

Alveg hreint ljómandi hjá ykkur skötuhjúunum! Til hamingju!

Sóla (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:24

8 Smámynd: Oddur Kristjánsson

Til lukku bæði, frábært að klára þetta með bros á vör.

Kv. Oddur K.

Oddur Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband