Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í gær

Bibba skammar mig stundum fyrir að tala bara um það sem er gott og skemmtilegt og þá lítur út fyrir að ekkert erfitt eða leiðinlegt gerist nokkurn tímann hjá mér...  Fyrir Bibbu þá ætla ég að skrifa tvær útgáfur af deginum í gær:

Hálf fullt

  • Lilja svaf út (og við þá líka Smile ), vaknar venjuleg upp úr sex...
  • Var samferða manninum í vinnuna Heart
  • Fór út að skokka með vinnufélögunum í hádeginu, vííí... LoL
  • Lilja fékk aldeilis fína umsögn á foreldrafundi í leikskólanum, algjörlega búin að vefja öllu starfsfólkinu utan um litlu fingurna sína með því að brosa með öllu andlitinu og blaka augnhárunum...
  • Eldaði grjónagraut fyrir englana mína, það er vinsælt Joyful
  • Söng fyrir Liljuna mína og klóraði henni á bakinu áður en hún fór að sofa Kissing
  • Mamma og Pabbi kíktu í kaffi Smile
  • Kúrði upp í rúmi með Gabríel áður en hann fór að sofa Kissing

Hálf tómt

  • Sváfum yfir okkur og panikk time að koma öllu liðinu af stað á réttum tíma
  • Þurfti að keyra manninn í vinnuna...
  • Skrapaði hægri hliðina af bílnum okkar í bílakjallaranum í vinnunni
  • Gabríel datt á hausinn í skólanum og pabbi hans þurfti að fá lánaðan bíl til að koma honum heim
  • Þurfti að sækja manninn í vinnuna í hádeginu til að fara á foreldrafund
  • Maðurinn þurfti svo að skutla mér í vinnuna eftir foreldrafund
  • Lilja grenjaði í korter í matartímanum því hún vildi EKKI sitja í sætinu sínu og borða grautinn!  Vildi sitja á kolli eins og hinir, mamman var ekki á því að gefa sig
  • Gabríel vældi um að fá hund og skilur ekki af hverju við erum svo vond að leyfa honum það ekki
  • Lilja var ekki á því að fara í bleyju og náttföt fyrir svefninn, annað korter í garg og slagsmál þangað til að mamman tók til sinna ráða og afgreiddi málið

Þegar ég er gömul og grá og hef ekkert betra að gera en að lesa gamlar bloggfærslur og rifja upp liðna tíma þá er bara fyrri hlutinn sem skiptir máli, þess vegna er glasið alltaf hálf futt!

DSC00310
Yndisleg þessi börn...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ótrúleg, betra að draga upp björtu hliðarnar. Það kemur allvega okkur hinum allvega til að brosa.

Anna María. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Vilma Kristín

:)

Vilma Kristín , 6.11.2008 kl. 19:28

3 identicon

Áfram allar Pollýönnur heimsins!

Elín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:16

4 identicon

En ótrúlega fyndið og dæmigert.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:56

5 identicon

Æ já Eva mín, haltu áfram að vera jákvæð og bjartsýn það er eiginleg miklu skemmtilegra að lesa það og hefur bara góð áhrif á okkur hin.  Kveðja, Hafdís

hafdis (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:38

6 identicon

Áhugaverð hvernig er hægt að snúa hlutir við. En ég er frekar á sömu rólu og þú. Sé allt sem tækifæri og hugsa bara jákvæð. Er nokkuð annað hægt að gera til að hafa gaman af lífinu??

Corinna (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:26

7 identicon

var að leita að linknum mínum, fann hann fyrir rest... ég hélt ég það myndi vera Hvalurinn eða eitthvað álíka :) þú ert æði

hvs (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:51

8 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Eva Margrét Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 15:07

9 identicon

Æi takk fyrir þetta, Eva mín.   Maður er fljótur að ákveða að pollýönnur lifi í gerfiheimi þar sem ekkert af þessu daglega lífi sem böggar alla aðra kemur upp á borðið :)

Bibba (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband