Leita í fréttum mbl.is

Níu mánuðir - 1. hluti

Í febrúar, órafjarri allri kreppu datt inn til mín tölvupóstur frá Icelandair með tilboði til New York.  Ég sat í vinnunni og hugsaði með mér að það væri nú gaman að skella sér...  Hugsaði aðeins meira og reyndi að finna góða afsökun fyrir að slá til. 

Hmmm við eigum nú 5 ára brúðkaupsafmæli í nóvember og Þórólfur var hrikalega ánægður með það í fyrra þegar ég kom honum á óvart (fórum í Laugar Spa og á Argentínu) og 5 ára er nú soldið stórt og ef mamma er til í að passa fyrir okkur og hann hefur nú aldrei komið til New York og Lilja verður næstum orðin tveggja og ....  'Stelpur, ætti ég að láta vaða og kaupa ferðina???'

Í níu mánuði sagði ég ekki orð við manninn minn um ævintýrið sem var í vændum, þremur klukkutímum fyrir brottför opnaði hann umslag með síðustu vísbendingunni og missti andlitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld Eva! 

Er samt doldið feginn fyrir Þórólfs hönd að þú skulir ekki hafa boðið honum í New York-maraþonið um daginn.  3 tíma fyrirvari hefði verið alveg í það minnsta, jafnvel þótt Þórólfur sé góður hlaupari ;)

Börkur (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:20

2 identicon

Bíð spennt eftir 2. hluta.

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:21

3 identicon

Sama hér Eva þú ert engum lík

Fjóla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband