Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti í söbbi

Það er kannski þriðji í aðventu hjá öðrum, en hjá okkur er fyrsti í söbbi.  Við hjónin ætlum nefnilega að taka einn hring á sub prógramminu fyrir Gamlárshlaupið, alltaf gott að komast í markvissar æfingar.  Í dag var það 60-70 mínútur rólega, fórum í jólahlaup niðrí bæ og í kringum Tjörnina, algjört æði.  Reyndar hafa öll hlaup eftir Poweradið verið æðisleg, maður græddi það þó á því að vera með, kann betur að meta venjulegt íslenskt vetrarveður. 

Ég er líka búin að spá í það hvað þyrfti eiginlega til fyrir mig að hætta í keppnishlaupi.  Málið er að þegar maður á fortíð sem 'quitter', þá er það einhvern veginn ennþá mikilvægara að klára það sem maður tekur, á annað borð, ákvörðun um að byrja  á.  Fyrir mig, í dag, er það einn af grunnþáttunum í minni sjálfsmynd, eins og til dæmis að vera heiðarlegur, sanngjarn, duglegur, sjálfum sér samkvæmur o.s.frv.  Ég held að ég sé pínulítið eins og alki með þetta, dauðhrædd um að ef ég hætti einu sinni þá sé ég bara 'fallin'.  En niðurstaðan var sem sagt, að eina ástæðan sem mér dettur í hug er ef ég myndi meiðast (sem er ekkert sérstaklega líklegt þar sem ég er mjög samkvæm sjálfri mér að þjösnast ekki á mér nema ég sé 100%).  Vont veður, að vera þreyttur, leiður eða ná ekki takmörkum er ekki nægileg ástæða.

Í gærkvöldi fórum við mæðgur út og vígðum nýju snjóþotuna hennar Lilja.

Á þotunni

Svo er það spurning hvenær hún dóttir mín kemur út úr skápnum:

Í skápnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eva bara forvitinn en takið þið 2 KM og 1 KM sprettina inni á bretti eða úti í snjónum. Hef verið að velta fyrir mér hvort sé sniðugra þegar maður er að æfa sub prógrammið í snjó og hálku.

Kv.

Jói

Johann (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Inni á bretti á veturna, bæði vegna færðar og vegna þess að manni er hættara við að meiðast í kuldanum.  Það er reyndar töluvert langt síðan ég hef tekið 2 km spretti úti, finnst betra að taka þá inni.  1 km og styttra finnst mér betra að taka úti á sumrin þegar það er hlýrra.

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.12.2008 kl. 10:55

3 identicon

Akkúrat sama hér var bara að spá í þetta tók 2KM spretti á kópavogsvelli í október síðast sem var fínnt en þessir sprettir eru ekki smá erfiðir. Ætla að taka sub fyrir áramót lika.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband