Leita í fréttum mbl.is

Hún mamma mín :)

Mamma leyfði mér að birta hérna bréf sem hún sendi í pósti í dag ásamt nokkrum bókum:

.

Hallgrímur Helgason.

 .

Ég hef séð myndir af þér í sjónvarpi og dagblöðum undanfarið þar sem þú væntanlega sýnir þitt rétta andlit og innræti.  Mér fannst eins og ég væri að horfa framan í "ljóta karlinn".  Þess vegna vil ég losa mig við þær bækur af heimilinu sem eru höfundarverk þín, og okkur hafa verið gefnar, og senda þær til föðurhúsanna. (Ég veit að við höfum einhverntímann fengið 101 Reykjavík, en finn hana ekki núna, svo hún verður send seinna ef hún kemur í leitirnar).

 .

Friðsamleg mótmæli eiga fullan rétt á sér, en ég hef andstyggð á félögum þínum sem eru svo huglausir að þora ekki að sýna á sér andlitin meðan þeir meiða lögreglumenn og eyðileggja eigur almennings, því undirrita ég með fullu nafni.

 . 

Gerd Ellen Skarpaas Einarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eva, mikið finnst mér mikið til mömmu þinnar koma. Ég veit ekki hvort að þú veist hver ég er en ég er einn af þeim lögreglumönnum sem stóð vaktina í síðustu viku. Lengsta vaktin mín var 18 klst. en hinar lítið styttri í 3 daga. Þarna stóð ég og lét fólk svívirða mig með orðum og gjörðum. Ég styð fólk algjörlega í mótmælum sínum á meðan þau eru friðsamleg, meðan enginn meiðist og fólk fer eftir lögum og reglum. Skuldirnar mínar hækka líka, það er verið að skerða launin mín töluvert en aldrei mundi hvarfla að mér að taka upp gangstéttarhellu og grýta einhvern þess vegna!

Með bestu kveðju og ég vildi óska þess að þú værir vinnufélagi minn og mundir ýta við mér að hreyfa mig meira!! Skilaðu kveðju til mömmu þinnar!!!

Hildur Laugaskokkari (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:21

2 identicon

Vil leiðrétta ég lét engan heldur þurfti að Þola svívirðingar.....

Hildur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:49

3 identicon

Vá...hvað mamma þín er frábær!!

Sigrún Glenna (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Svakalegt að heyra þetta Hildur, ég vissi ekki að þú værir í miðju brjálæðinu.  Hringdi í mömmu og benti henni á að kíkja á kommentið frá þér.  Við vorum báðar með tár í augunum og kökk í hálsinum eftir lesninguna.  Gangi þér vel í baráttunni, sendum allar hlýjar hugsanir sem við eigum til þín og félaga þinna. 

já, ég er ótrúlega glöð að eiga hana mömmu mína, hún er svo sannarlega frábær

Eva Margrét Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 22:03

5 identicon

Alveg sammála Sigrúnu og Hildi, ekkert smá frábær kona. Sammála hverju einasta orði sem hún skrifar.

Sveinbjörg M. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:10

6 identicon

Á enga bók eftir Hallgrím en er skapi næst að fara út í búð og kaupa eina bara til að geta sent hana til hans með nokkrum vel völdum orðum eins og mamma þín gerði.  Mamma þín er snillingur!

Börkur (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:07

7 identicon

Þetta er það besta sem ég hef heyrt í öllu ruglinu. Til hamingju með mömmu þína. kv.vala

hvs (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:43

8 identicon

Mér finnst þetta kjánalegt, bæði að senda bækurnar til baka og eins að opinbera það á vefnum eins og eitthvað afrek.  Það á ekki að persónugera mótmæli, hins vegar hættir fólki alltaf til þess, sérstaklega þegar einhverjir frægir sjást á myndum eða koma fram opinberlega fram. Sorrý, hafði bara ekkert sætt og æðislegt að segja um þetta.

Sólveig (jöklasól) (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:16

9 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Sólveig:  Það er líka alveg sjálfsagt að koma þinni skoðun á framfæri, ekkert sem hér er skrifað er hafið yfir gagnrýni.  Bara gaman að sjá mismunandi skoðanir, þannig lærir maður líka svo margt um fólk 

Mér finnst t.d. mjög athyglivert að þú segir að það eigi ekki að persónugera mótmæli þegar það er nákvæmlega það sem þessi tiltekni mótmælandi hefur ítrekað gert og kallar fram þau viðbrögð sem lýst er hér að ofan. 

En það getur vel verið að þú sért að gagnrýna það líka.  Nema það sé í lagi að sumir persónugeri  mótmæli en aðrir ekki... 

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 20:01

10 identicon

Er þá næsta skref að halda bókabrennu, þar sem brenndar eru bækur þeirra rithöfunda sem tóku þátt í mótmælum? Þráinn, Hallgrímur, Illugi...?

Ég er ekki hlynntur skemmdum á almenningseignum, en er ekki spurning um að átta sig á kjarna málsins? Tap þjóðarbússins vegna hæfileikaleysis í embættismannakerfi, og bankakerfinu er gríðarlegt. Það hleypur á hundruðum milljarða. að sama skapi hafa fjölmargir misst vinnuna sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og einstaklinga. 

Nokkrar skyrslettur geta varla talist stórmál í þessu samhengi.

Ármann (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:37

11 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Nei.

Eva Margrét Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband