Leita í fréttum mbl.is

Hundfúl eða hundleið...

Í dag var ég að skokka í gegnum Laugardalinn þegar ég sé konu álengdar sem er með tvo lausa hunda.  Mér finnst ekki í lagi að vera með lausa hunda á almannafæri og ef þeir gera sig líklega til að flaðra upp um mig þá er ég barasta ekkert ánægð með það.  Í morgun gerðist það einmitt og ég benti konunni vinsamlega á að vera með hundana sína í bandi og fékk bara fuss og svei og önugheit í staðinn.  Ég vil þess vegna koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég álít það ekki bara sem minn rétt, að sleppa við hundaáreiti (og mannaáreiti ef út í það er farið) á almannafæri, heldur er ég líka að hugsa um öryggi hundsins og ábyrgð eigandans að tryggja það. 

Ég er ekkert sérstaklega hrædd við hunda (eða menn) en ef hundurinn (maðurinn) er illa upp alinn og vitlaus þá getur hann valdið mér skaða sem ég kæri mig ekki um.  Þannig að ef óvelkominn hundur (maður) kemur of nálægt mér t.d. á hlaupum þá bið ég hann fallega að koma sér í burtu.  Hlíði hann því ekki þá lít ég á það sem minn rétt að gera hann óvígan með þeim ráðum sem ég kann.  Þar sem ég er þrautþjálfuð í sjálfsvörn og almennum fantabrögðum (Ji Jitzu og 4 eldri bræður) þá þýðir það ekki, að ég muni pota varlega í hann, flissa og vona að það sé nóg (hvorki við hund/né mann).  Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að hann geti ekki á nokkurn hátt skaðað mig.  Þar sem ég kann ekkert nema sársaukafull ráð til þess að ná því takmarki þá tel ég mikla ábyrgð hvíla á hundaeigendum að koma þeim ekki í þá aðstöðu... 

N.b. Mér finnst hundar ágætir þó ég eigi ekki og langi ekki í hund sjálf.  Mér fannst gaman að passa hunda þegar ég var lítil og óskaði þess örugglega að fá að eignast hund.  Ég þekki líka nokkra ágætis hunda og fari ég inn á þeirra heimili eða á önnur hundayfirráðasvæði þá sýni ég þeim tilskilda virðingu og álít allt flaður vinahót.  Ég hef líka verið illa bitinn í andlitið af hundi og var heppin að missa ekki augað þegar ég var krakki.  Eigandi hundsins þurfti að velja á milli þess að senda hundinn í sveit eða láta lóga honum.

Krakkar mega aftur á móti flaðra upp um mig hvar og hvenær sem er Grin.  Og talandi um krakka þá er hún Lilja okkar alveg komin með toilet venjurnar á hreint.  Þegar hún lýkur sér af, þá hneygir hún sig segir takk fyrir, takk fyrir... (við erum þá að segja húrra...).  Lilja er líka alveg með allar pestir á hreinu, ætlar sér greinilega að byggja upp ofurónæmiskerfi fyrir þriggja ára aldurinn.  Hringt af leikskólanum í dag, komin með 39 stiga hita.  Here we go again...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svo sammála þessu, hræddi einu sinni svo einn hundaeiganda í efri hlíðum Esjunar með öskrunum í mér þar sem hundurinn hennar óð í lapparirnar á mér geltandi og urrandi á stígnum utan í hlíðinni.  Reyndist síðan vera kona sem ég þekki vel og hún hefur ekki verið með hundinn lausan á svona stöðum síðan, sá að hún gat ekki treyst honum eins vel og hún hélt!

Silla (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 08:24

2 identicon

Tek heilshugar undir þetta. Algjörlega sammála því að ef hundur gerir sig líklegan til að ráðast á mig þá má ég verjast með öllum tiltækum ráðum.

En það er svo merkilegt að hundafólk virðist oft gleyma því að hundar eru dýr og það er ekki hægt að treysta því að dýr hegði sér alltaf eins vel og þeim er ætlað.

 Ég hef svosem ekkert á móti hundum nema þegar þeir gera þarfir sínar í garðinn minn... en það er víst frekar eigandanum að kenna!!

anna (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 09:50

3 identicon

Sammála þér með lausagöngu á hundum. Mig langar ekkert til þess að detta á hausinn og jafnvel lenda í langvarandi meiðslum (búin að fá nóg af slíku) út af lausum hundi, jafnvel þó að hann hafi bara ætlað að vera góður. Ég elska líka hunda, rétt eins og þú.

Sóla (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Ég hef tvisvar sinnum verið bitin í hlaupatúr, annað skiptið var það  hundur og hitt skiptið var það gæs sem náði góðu svo taki á kálfanum á mér, að ég hljóp með hana nokkra metra áður en hún gafst  upp.  En ég var á hennar yfirráðasvæði og gat því sjálfri mér um kennt.  Uppskar gat á hlaupabuxurnar, stóran marblett og gæsahúð.

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:47

5 identicon

Mikið er ég sammála þér með hundana. Því eitt af því sem ég hræðist mest eru hundar þegar ég er á hlaupum. Ef ég myndi virkilega lenda í hættu þá held ég að ég hefði ekki vit á að beita einhverskonar sjálfsvörn heldur myndi ég bara standa stjörf og öskra þar til eigandinn kæmi, ja eða einhver hugaður myndi koma og bjarga mér.

Hræðslan við hunda er m.a. ásætðan fyrir því að ég fer aldrei svokallaðann Votmúlahring heima á Selfossi nema í fylgd góðra manna þar sem það þarf að hlaupa framhjá nokkrum bæjum með geltandi hundum.

Bogga (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:45

6 identicon

Sammála. Veit nákvæmlega hvað Bogga er að tala um. En mér hefur hjálpað að öskra hátt og ákveðin á hundar "Farðu heim" og þessu sveitahunda foru bara heim! :)

Corinn (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:27

7 identicon

Einhvern tímann á hlaupum í gegnum Mosfellsbæ kom stærðar Schaffer hundur urrandi á fullri ferð á móti mér, og gerði sig mjög líklegan til að ráðast á mig, en lét duga að glefsa næstum í lærið.  Fann eigendur hundsins og hundskammaði þau, þó áttu ekki orð yfir dónaskapnum í mér og kallinn byrjaði að hlaupa á eftir mér og konan reyndi að siga hundinum á mig :)

Síðan hefur mér alltaf þótt það skrýtið fólk sem býr í Mosó (sorrý Agga og H.Vala) :)  

Börkur (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:38

8 Smámynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Já ég hef nú aldrei reynt að bera það af mér að vera skrýtin, alin upp við hliðina á dalvíkingum. Maður bíður þess aldrei bætur :) 

kv. vala svala ólafsfirðingur í mosó

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 9.2.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband