Leita í fréttum mbl.is

Stóra stelpan okkar

Mikil tíðindi af litlu skvísunni okkar.   Síðasta bleyjan (fyrir utan næturbleyjur) var tekin af eftir leikskóla á föstudaginn.  Laugardagurinn gekk svona frekar brösulega, nokkur fljótandi slys og eitt í föstu formi Woundering

Vorum aðeins farin að efast um hvort okkar manneskja væri tilbúin.  En dagurinn í dag gekk alveg frábærlega.  Lilja fór klæddi sig bara sjálf úr buxum og skellti sér á koppinn þegar hún þurfti.  Lét svo vita þegar hún þurfti að fara að kúka og skilaði sínu svona líka flott í klóið.  Eftir daginn var bara eitt pínulítið slys en þá voru feðginin búin að vera í Húsdýragarðinum og á þotu og það gleymdist að fara með hana beint á klóið þegar þau komu heim aftur.  Nú verður ekki aftur snúið, jeeehawww!

Ein mont mynd að lokum.  Gamla konan prjónaði þessa lopapeysu fyrir ári síðan eða svo (vel við vöxt) og svo var ég að klára húfu og trefil (ala Lady Sigrún) um daginn. 

 

IMG 0625

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo dugleg og svo sæt. Þið báðar sko.

Sóla (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk (við báðar sko) og sömuleiðis.

Eva Margrét Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband