Leita í fréttum mbl.is

Betri ilmur, stærri ilmur.

Vigtun í morgun sem þýðir að akkúrat núna er ótrúlega ljúffengt hnetuvínarbrauð í mallakútnum og einhver girnileg súkkulaðikaka á leiðinni þangað í hádeginu.  Í fyrsta sinn frá því að við hófum þetta ferðalag saman í denn, ég og hún Bibba mín,  þá sveikst hún vinkona mín viljandi undan með lítilli og lélegri afsökun.  Svo bregðast krosstré... 

En sem betur fer komu milliliðar og nýliðar sterkir inn í mætingu og björguðu deginum.  Vala rústaði þessu með 0 í frávik!  Gamla konan var með 500 gr. í frávik í þetta sinn þrátt fyrir að vera bara rétt með nebbann uppúr í pottinum, allt kom fyrir ekki.  Minnir að ég hafi nú samt verið með 600 gr. síðast þannig að maður getur glaðst yfir því.

Ég fékk alveg æðislegt ilmvatn í afmælisgjöf frá elskunni minni síðasta vor og þegar það kláraðist og ég ætlaði að kaupa annað glas, þá kom í ljós að þetta var svokölluð 'One shot' sumarútgáfa sem var uppseld og verður ekki framleidd aftur.  Sniff...  Síðan þá hef ég verið að klára restar sem ég á en er alltaf með það bak við eyrað að reyna að finna mér eitthvað æðislegt ilmvatn.  Í morgun þegar ég var að renna yfir Fréttablaðið þá snarstoppuðu augun við auglýsingu í smáauglýsingadálkunum.

Betri ilmur, stærri ilmur 

Þegar ég fór að skoða auglýsinguna betur þá sé ég að ég hafði óvart víxlað fyrstu tveimur stöfunum í seinna orðinu í huganum Grin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er svo gaman að vinna...saman hvað það er:)

kv. kuskið, sem er að hverfa.

Heyrðu ég er í sama limvatnsvandamálinu, þú kannski getur valið óðan ilm fyrir mig líka.

vala (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:30

2 identicon

Fair enough :)

Bibba (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:02

3 identicon

Takk fyrir síðast gamla geit. Hefurðu eitthvað heyrt í honum stóra bróður þínum...varðandi Hönnu fúlu hásin?

Sóla (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband