Leita í fréttum mbl.is

Þvílík hamingja, gamli garmur

Svei mér þá ef ég secretaði þetta ekki.  Alla vega þá varð ég fyrir því óláni síðasta haust að missa gamla góða Garmin 301 niður af handriðinu á útitröppunum með þeim afleiðingum að hann brotnaði.  Ég fór á stúfana að ná mér í nýjan Garm og þann nýjasta og flottasta á markaðnum, Garmin 405 með snertiskífu og þráðlausum gagnaflutningi! 

OMG þvílíkt crap tæki!

  • Það er ekki hægt að slökkva á honum
  • Batteríið dugar ekki nema í ca. 6 tíma
  • Það er ekki hægt að fara á milli valmynda ef maður er í hönskum
  • Það þarf að strjúka og klappa honum svona u.þ.b. 20 sinnum til að fara á milli íþróttagreina
  • Maður sér bara einn lap í einu í History
  • Maður lendir óteljandi sinnum í því að fara óvart á milli valmynda v/snertiskífunnar
  • Batterí að klársast aðvörunin er yfir allan skjáinn svo maður getur örugglega ekki séð tímann
  • O.s.frv....

Nema hvað allt í einu hætti ljósið að virka hjá mér.  Hann er enn í ábyrgð og ég fór með hann í Garmin búðina og sagði strákunum þar í leiðinni skoðun mína á gripnum.  Nema hvað, þeir hringdu í mig samdægurs og sögðu að það væri ekki hægt að laga þetta og ég gæti komið og náð í nýjan.  'Má ég skipta?'.  Ekki málið og nú er gamla konan alsæl, komin með Garmin 305 og brosir hringinn Grin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, prófaði svona græju hjá vini mínum og gjörsamlega sturlaðist bara við það eitt að fá fram næstu valmynd (var sveittur og rakur á puttunum).  Held mig við gömlu góðu Gögguna (201) sem stendur sína vakt.

Börkur (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:58

2 identicon

Til hamingju með nýja Garminn sem virðist ekki vera neinn garmur...og svo sætu stelpuna þína sem er með allt útlenska poppið á hreinu!

Sóla (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:56

3 identicon

Gamli Garmur er góður....!! Lilja er líka sætust

Sigrún (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:57

4 identicon

Mikið er ég sammála þér þarna.   Það er alveg hroðaleg hönnun á notandaviðmótinu á þessari græju.   Ráðlegg fólki eindregið að fá sér frekar gamla týpu.

Bibba (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband