Leita í fréttum mbl.is

Vönduð vinnubrögð?

Áður en ég var ráðin hjá bankanum var farið yfir öll mín fjármál og gengið úr skugga um að þar væri allt í sómanum.  Það eru stöðluð og viðurkennd vinnubrögð í ráðningarferli starfsmanna í fjármálastofnunum.  N.b. það var ekki verið að ráða mig í æðstu stöðu bankans (ekki í það skiptið... Tounge ). 

Sorry, en ég get ekki annað en flissað (eða snökkt...) þegar maður í einni æðstu stöðu þjóðfélagsins, sem þekktur er fyrir gagnrýni sína á óvönduð vinnubrögð annarra, er eins og kleina í framan og segir að það vildi bara enginn annar starfið og hann kannaðist við kauða frá því í gamla daga...

Rétt eins og þegar æðsti ráðamaður landsins var gripinn með pilsið á hælunum og dæmdur fyrir brot á stjórnsýslulögum.  Þá var skýringin að viðkomandi sem beittur hafði verið þessum órétti, hefði verið algjör frekja og þess vegna væri réttlætanlegt brjóta á honum. 

Ja svei mér þá, þetta eru áhugaverðir tímar sem við lifum á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband