Leita í fréttum mbl.is

Mission accomplished

Ég hafði um tvennt spennandi að velja eftir vinnu í dag.  Annars vegar að taka þátt í inniþríþraut í Laugum og hins vega að takast  á við erfiðustu æfingu sem ég hef 'lent í' aftur. 

Það voru nokkrar ástæður fyrir að ég valdi seinni kostinn.  Fyrst ber að nefna að það á alls ekki vel við mig að mistakast eitthvað þegar ég einu sinni hef ákveðið að gera það.  Í síðustu viku dru...... ég alveg upp á bak í þessari æfingu og þurfti að hætta með skottið á milli lappanna.  Svo er hann Gabríel minn að fara í sína fyrstu langferð 'ALEINN' með öllum fótboltafélögunum í fyrramálið til Akureyrar og ég fæ ekki að sjá hann aftur fyrr en á mánudagskvöldið.  Þá er náttúrulega must að eiga kósýkvöld í kvöld með honum.  Að lokum þá er ég haldin einhverri sundlauga fóbíu þessar vikurnar, ekki það að ég vilji ekki synda eða skella mér í heita pottinn, en tilhugsunin um að lufsast og bíða hríðskjálfandi í sundlaug er bara ekki að gera neitt fyrir mig.  Er líka að berjast við þessa 'ekki löngun' þegar Lilja lús er í barnasundinu og pabbi hennar hefur tekið það að sér síðustu vikur, brrrr....   

Sem sagt, eftir vinnu voru það brekkusprettir dauðans á bretti í Laugum.  Æfingin er svohljóðandi:  Upphitun - 3 * 3 mínútur á 10 km keppnishraða í 4° halla - 3 til 4 mínútur hvíld í 1° halla á milli - Niðurskokk.  Hjá mér voru sprettirnir á 14,5 og hvíldin á 9.

Í síðustu viku hélt ég út 1 mín í fyrsta, 1 mín í næsta og 1 1/2 m í þriðja og var algjörlega búin eftir þetta, reyndar var hvíldin líka í 4° halla þá sem var bara alls engin hvíld.  Í dag gekk þetta betur og ég kláraði æfinguna.  Í fyrsta sprettinum hugsaði ég nú samt með mér að ég myndi bara taka 3 - 2 - 1 mín.  Í öðrum sprettinum var ég komin á að taka 3 - 3 -2.  Þegar ég var hálfnuð með þriðja þá kom bara ekki til greina annað en að klára þetta.  Hrikalega erfitt en jafn hrikalega gaman að geta klárað.  Tek fjóra næst Grin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Púff...dugleg!

Sóla (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk Sóla sæta.  Ég efast ekki um að þú værir í þessum með mér ef HH myndi leyfa!

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.3.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband