Leita í fréttum mbl.is

Hroki og hleypidómar

Enn einu sinni var ég rækilega minnt á það að stærsta og verðugasta verkefnið sem snýr að sjálfri mér hér í lífinu, er að eiga við átfíkilinn í sjálfri mér.  Að takast á við tímabundnar áskoranir, Maraþon, Laugavegur eða hvað það nú heitir, er leikur einn miðað við þetta lífstíðarverkefni.  Ég á löng, góð tímabil nú til dags þar sem ég er í góðri rútínu og allt í góðu jafnvægi.  Stundum á ég svo löng, góð tímabil að ég trúi því að þetta sé bara ekkert mál, ég sé búin að sigrast á ofætunni, sé læknuð!

Döhhhh, það eru tvær vikur síðan ég henti fram yfirlýsingu í hálfkæringi um að nú myndi ég 'kveðja' (með tón) langhlauparakílólið mitt, bara svona eins og ekkert sé.  Síðan þá er ég búin að þyngjast um tvö kíló!!!  Eins og algjör njóli fór ég nánast í 'megrun' sem er náttúrulega það heimskulegasta sem ég gat gert, hætti að borða smjör og fór í að narta í þurrt hrökkbrauð milli mála.  Á sama tíma er ég að auka álagið í hlaupunum, taka erfiðar sprettæfingar til að auka hraðann.  Þetta gengur náttúrulega engan veginn saman og gat ekki endað nema með fyrrgreindum afleiðingum. 

En ég er eldri en tvævetra í baráttunni og hvað gerir maður þegar maður fer út af sporinu?  Maður horfist í augu við staðreyndir, hysjar upp um sig og heldur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já manneska sem hleypur yfir 60km á viku þarf að fara í megrun :)  Þú massar þetta helv...kg eins og allt annað sem þú gerir.  Þú getur þá bara borið við bjúg eins og sumir gera:)

kv.va

vala (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

heyr heyr! æ já maður verður bara að minna sig á þetta öðru hvoru. Nú ertu komin á sporið aftur :)

Helen Garðarsdóttir, 10.3.2009 kl. 17:50

3 identicon

Eva Snilli!

Ásta (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:12

4 identicon

Ó hvað ég er fegin, Eva að þetta var ekki jafn létt og það hljómaði.    Ég var einmitt með álíka hugmyndir sem fóru í vaskinn á augabragði hér um daginn (þrjú kíló upp á hálfum mánuði á meðan það áttu að fara tvö af) og nú er ég að mjatla þetta niður í smáskömtum.
En ég gat svosem sjálfri mér um kennt.    Aðhaldshugmyndirnar náðu ekki að verða annað en hugmyndir og það vantaði framkvæmdina.  Svo datt ég í marengstertur með rjóma .. í morgunmat.   Er nokkuð að koma vigtun alveg strax ?   ;)

Bibba (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:15

5 identicon

Já, það var hræðilegt að horfa á þennan hlunk á brettinu í Laugum síðasta sunnudagsmorgun. Ég er viss um að þú fórst ekki einu sinni 5 kílómetrana undir 20 mínútum af því að þú ert svo sílspikuð. Og ekki var maðurinn þinn mikið skárri. Ég ákvað að vera ekkert að tala við svona fólk sem er algjörlega úr formi

Sóla (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:38

6 identicon

So true so true, jafnvægi sem má ekki klikka þá rúllar lítill bolti af stað sem bara stækkar og stækkar.... Það getur verið svo létt að vera vera í jafnvæginu að maður trúir ekki hvað það er líka létt að fokka því upp!

Kíki öðru hvoru á síðuna þína, síðan ég hlustaði á ææææðislega fyrirlesturinn þinn í höllinni síðasta sumar :) takk takk

lella ókunnuga en fílar síðuna (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Það er svoooo gott að vera ekki einn í heiminum, skiptir öllu .

Eva Margrét Einarsdóttir, 12.3.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband