Leita í fréttum mbl.is

Rán?

Í vikunni dreif ég mig loksins í að hjálpa Przemek og Karolinu að skila skattskýrslunum sínum.  Þegar ég var að fara yfir pappírana þeirra, sá ég að þau höfðu á tímabili verið að greiða í séreignalífeyrissjóð.  Ég fór að spyrja þau út í hvers vegna í ósköpunum þau höfðu verið að því, þau sem ætla sér ekki að vera hérna til frambúðar og þá kom í ljós að þau höfðu bara ekki vitað betur, atvinnurekandinn sá um alla pappíra þegar þau komu fyrst hingað og þau kunnu náttúrulega ekkert á kerfið og tungumálalaus í ofanálag.  Þau hættu svo að láta draga þetta af sér um leið og þeim var bent á að það væri óþarfi og óskynsamlegt í þeirra tilfelli.

Ég var nú aldeilis ánægð að upplýsa þau um það að nú væru komin ný lög á Íslandi þannig að þau gætu leyst út þessa aura sína, ég skyldi með glöðu geði aðstoða þau við það, jamm það hélt ég nú.  Á launaseðlinum sá ég að lífeyrissjóðurinn hét Vista.  Ég fann út að þetta er sjóður á vegum Kaupþings og hringdi í gær til að fá að vita hversu mikið þau ættu inni og hvernig ætti að sækja um endurgreiðslu hjá þeim.

'Sko málið er að þau hafa bara borgað í 6 mánuði og fyrstu 2 mánuðirnir fara í bónusgreiðslu sem þú færð borgað út við sextugt ef þú heldur áfram að greiða í alla vega 6 mánuði.  Næstu 4 mánuðir fara í kostnað svo þau eiga nákvæmlega ekkert inni hjá okkur.'

Ha?

'Já ég myndi sko ráðleggja þeim að borga alla vega tvær greiðslur í viðbót, þá myndu þau geta fengið bónusgreiðsluna þegar þau verða sextug'.

Ég spurði konuna hvort hún væri í alvöru að ráðleggja þeim að borga tvær greiðslur í viðbót í sjóðinn til þess að fá tvær greiðslur endurgreiddar eftir 35 ár??? 

'Já annars fá þau sko ekkert'.

Ég sagði konunni að mér fyndist þessi ráðgjöf jaðra við dónaskap og mér fyndist að hún ætti eiginlega að skammast sín að láta þetta út úr sér og bað hana vel að lifa.  Í alvöru talað, er þetta hægt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ekkert annað en rán, og þetta er Íslandið góða... 

hafdis (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:31

2 identicon

Ótrúlegt atriði. Gott hjá þér að beita þér.

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:51

3 identicon

Þetta heitir að stela á mínu tungumáli

Bibba (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:06

4 identicon

Skandall! Það eru ekki bara grunlausir útlendingar sem lenda í þessu.

Sóla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Update:  Það hringdi í mig blaðamaður af Fréttablaðinu á sunnudagskvöld sem hafði lesið þetta.  Fannst þetta áhugaverð saga og ætlar að skoða málið.

Eva Margrét Einarsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:04

6 identicon

Þetta er vibbi...Guð hvað maður er orðinn þreyttur á þessu svínaríi!!!!

Hildur (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband