Leita í fréttum mbl.is

Töff

Eða þannig...  Fór í ræktina í morgun og svo beint í nudd hjá honum Guðbrandi.  Eins og venjulega skottast ég á klóið áður en tíminn byrjar.  Setti símann minn á vaskinn og þegar ég er að fara að ná mér í handþurrkur, rekst ég í símann, reyni að grípa hann í loftinu, tekst ekki og blúbbbsss....  Beint ofan í klósettið!

Þetta er flottur Blackberry sími sem ég var ekki alveg til í að sturta niður (þó þetta sé vinnusími) og þá var ekkert annað að gera en bretta upp ermar Blush.

Eftir rækilegan hand/handleggs og símaþvott, þurrkun með hárþurrku og tveggja tíma dvöl á ofninum virðist hann samt vera búin að syngja sitt síðasta þrátt fyrir þetta frækilega björgunarafrek...  

Hugga mig við það að mér hefur tekist að skemmta ansi mörgum í vinnunni í dag; "Eva..., Eva..., segðu þeim hvað gerðist við símann þinn, hahahhahaha...."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu hann á ofninn og láttu alveg í friði í 2 daga, þá fer hann aftur í gang !

Auður (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:56

2 identicon

Já það er málið að láta þá vera nógu lengi á ofninum það á líka við Ipotin...Ég er búin að þvo hann í þvottavél, en hann fór í lag eftir góða þurkun 

Hafdís (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:18

3 identicon

Eva, ég lenti í þessu um áramótin, nema minn Blackberry fór ofan í skúringarfötu.  En það dugðu 7 tímar á ofninum , sundurtekinn og hann er eins og hann hafi aldrei lent í vatni. 

Ásta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:14

4 identicon

Ég held að flestir hafi lent í því að missa símann sinn ofan í klósettið. Sigrún Björk dóttir mín fór heldur illa út úr því vegna þess að hún var akkúrat að sturta honum niður þegar hann fór. En það var nú bara dótasími :-). Leyfðu kvekendinu að þorna í nokkra daga...

Sóla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Update:  Takk fyrir góð ráð, eftir nótt á ofninum er síminn minn betri en nýr og ilmar eins og sápa .

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband