Leita í fréttum mbl.is

Ný vika

Síðasta vika var að mörgu leyti óvenjuleg en líka mjög skemmtileg og viðburðarrík.  Ég fékk mikil viðbrögð við greininni í Vikunni og fyrir mig var þetta jákvæð reynsla sem ég lærði heilmikið af og sé ekki eftir.

Framkvæmdunum á heimilinu lauk í gær og þá fluttum við aftur heim (eftir aðra lotu) frá mömmu og pabba.  Í þetta sinn var sambýlið enn nánara þar sem við bjuggum öll í kjallaranum því nú er verið að taka efri hæðina hjá þeim í gegn.  Farvell sérútbúni hafragrautur og sjálfvirki fataþvottur...

Annað sem var óvenjulegt var að ég hljóp ekki neitt þessa vikuna en í staðinn var ég dugleg að fara í Laugar á stigvélina og að hjóla.  Síðustu 11 daga er ég búin að stíga tæplega 70 km og hjóla rúmlega 150 km, kemur sér vel fyrir tví/þríþrautir framundan!  

Á þessari inniveru minni er ég búin að horfa á fullt af skemmtilegum þáttum en það sem stendur upp úr er að á laugardaginn hlustaði ég í fyrsta sinn á Simma og Jóa.  Vá hvað þeir eru hrikalega fyndnir!!!  Ég skellti uppúr oftar en einu sinni og nú er málið að ná sér í nokkra þætti á iPodinn, þvílíkir snillingar.

Fór í sjúkraþjálfun hjá Rúnari í gær og eftir pot, nudd og nokkrar stungur þá var ég útskrifuð, betri en ný og bila aldrei (aftur).  Má fara að hlaupa á laugardaginn, bíð með spretti í viku en má hlaupa eins langt og mig langar, jeeehawww...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú aðstoðað mig að verða hlaupari ?

kv Elín

Elín 'Ósk Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Sendu mér póst á eva@isb.is og ég skal gera það sem ég get .

Eva Margrét Einarsdóttir, 2.4.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband