Leita í fréttum mbl.is

Örlög???

Í kjölfarið á Viku viðtalinu hafa þónokkrar konur sett sig í samband við mig og beðið mig um aðstoð og góð ráð varðandi matarræði og hreyfingu.  Þær eiga það sameiginlegt annars vegar að sagan mín höfðar til þeirra og hins vegar að vera nógu kjarkaðar til að láta vaða og treysta ókunnugri manneskju fyrir sér.  Ég tek þeim að sjálfsögðu opnum örmum. 

Ég trúi því að oftar en einu sinni á lífsleiðinni komum við að krossgötum þar sem við höfum tækifæri til að breyta um stefnu, en oft nýtum við þau ekki.  Það geta verið milljón ástæður fyrir því.  Ég fékk leyfi til að birta úrdrátt úr bréfi frá einni konunni minni en það hafði þessa yfirskrift "Örlög???".  Ég segi það satt ég þurfti að lesa það nokkrum sinnum, þetta er nákvæmlega það sem ég er að tala um, secret og ég veit ekki hvað! 

Komdu sæl Eva.

Mig langar að segja þér frá sérstökum atburði sem var að henda mig.  Kannski finnst þér ég "ekki í lagi", en mér er sama, ég trúi á þessa hluti :).  Þannig er mál með vexti að þegar ég las viðtalið við þig í Vikunni þá fannst mér ég hafi fundið sjálfan mig, vegna sömu erfiðleika með aukakílóin, er í eilífri baráttu, en byrjaði að reyna að hlaupa í haust og gengur bara þokkalega.  Get hlaupið 40 til 45 mín. í einu og ég sem hef aldrei hlaupið á ævinni fyrr.

Eg las allt viðtalið og sagði við samstarfskonu mína; "Þessa kröftugu konu myndi ég vilja þekkja, þó ekki væri nema að spjalla aðeins við hana".  "En þú getur kíkt á bloggið hennar og fundið kannski netfang eða eitthvað", svaraði hún. Já, svaraði ég en gerði ekki meir.

EN í dag sat ég í vinnunni og fór að blaða í blöðum á borðinu og rak þá augun í Vikuna góðu.  Ég lagði bloggið á minnið og eftir að hafa hitt fjölsk. mína og horfst í augu við vigtina eftir MJÖG langan tíma, fengið ÁFALL, langað að henda mér í gólfið, öskra , grenja og hvað eina, settist ég við tölvuna og fann bloggið...  Ég byrjaði að lesa aðeins, stikla svona á stóru aftur í tímann og dáðst af dugnaði þínum, þá rak ég augun í myndir af þér og börnunum og viti menn....augun ætluðu út úr mér!  Ég kannaðist eitthvað við klippinguna á þessum myndarlega dreng þínum og mundi eftir að ég hafði hugsað, þegar ég þakkaði ykkur fyrir komuna á hárgreiðslustofuna mína í Keflavík, hvað þið væruð eitthvað heilbrigðið uppmálað.

Ég er sem sagt konan sem rakaði rendurnar í hann son þinn og hafði þann draum að fá að hitta þig og spjalla við þig.  Því trúi ég því að mér hafi verið ætlað að hitta þig, mig vantar svo nauðsynlega einhverja hjálp og væri í skýjunum ef þú gætir veitt mér hana.  Ef þú sérð þér það ekki fært, skil ég það vel og óska þér alls hins besta.

Hverjar eru líkurnar...  Í Keflavík...  Sonur minn fór síðast í klippingu á hárgreiðslustofu þegar hann var tveggja ára...  Í ævintýraferðinni okkar var það á toppi óskalistans að fara í alvöru klippingu þannig að hagsýna mamman gat ekki annað en samþykkt það...  Við reyndum fyrst fyrir okkur á annarri stofu en þar var ekkert laust...  Örlög???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örög-forlög-tilviljun - Maður sér það sem maður vill sjá- sama hvað það er sagan er góð.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 08:42

2 identicon

Ótrúleg saga

Bogga (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:13

3 identicon

OMG, þú varst einmitt að tala um hárgreiðsluferðina og rendurnar fínu í síðustu viku, þetta er ótrúlegt!

Ásta (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband